Kirkjuritið - 01.04.1952, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.04.1952, Qupperneq 36
100 KIRKJURITIÐ Litlu-Asíu. Aðrir setja það í samband við assýrisku eða babyloníska sögn nb’, sem þýði að „hrópa“ eða „mæla fram“. Talað hefir verið um þrjú stig í spámannsstarfseminni með Israel. Höfundur Samúelsbókanna getur þess á ein- um stað, „að fyrrum komust menn svo að orði í ísrael, þá er þeir gengu til frétta við Guð: „Komið, vér skulum fara til sjáandans. Því að þeir, sem nú eru kallaðir spá- menn, voru fyrrum kallaðir sjáendur“.“ (I. Sam. 9.9). Með þessu gefur höfundur Samúelsbókanna til kynna, að sjáendurnir hafi verið fyrri spámönnunum. Er það fyrsta stigið. Sjáandinn, á hebr. ró’æ eða khozæ, mun upphaf- lega hafa verið eins konar spásagnamaður eða stundum töframaður. Slíkir þekkjast enn í dag í Austurlöndum. Westermark, sem ritað hefir ferðaminningar frá Marokko, lýsir þeim svo, „að þeir séu álitnir skilja allt, vita allt og kunna allt. Þeir eru búnir heilögum mætti, baraka. Sjá- andinn getur jafnt séð, það sem framundan er og það sem að baki er. Hann sér allan heiminn fyrir sér eins og væri hann útbreiddur á handarbakið. Hann sér himnana sjö, heimana sjö, höfin sjö. Hann veit það, sem gerist langt burtu. Hann sér inn í framtíðina. Hann gefur þeim, sem spyrja hann, góð ráð. Það er leitað til hans víðs vegar að. Það er mál manna, að skynsemi hans sé í himninum, þess vegna viti hann allt.“ Sjáendur komast ekki í hrifn- ingarástand, þeir verða ekki frá sér numdir. Þeir eru ekki spámenn í venjulegri merkingu, en þeir eru máttug- ir í orði og verki. — Annað stigið er spámannastarfsemin í ísrael eins og hún mótast e. t. v. sumpart fyrir áhrif frá kanverskum spámönnum og í andstöðu við þá. — Spámennimir mynda þá eins konar spámannafélög. Er haldið, að klausturreglu þeirri meðal Múhammeðstrúarmanna, sem derwisj-regla nefnist, svipi að mörgu leyti, hvað ytra skipulag snertir, til spámannahreyfingarinnar í Israel á þessu stigi. Klaust- urregla þessi er starfandi enn þann dag í dag. Orðið der-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.