Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 11
ANNAÐHVORT AFTUR Á BAK — 9 hann drægi mennina að sér með sínu mikla og undur- samlega aðdráttarafli og sannleiki hans gjörði þá frjálsa. Fyrir 23—24 árum átti ég því láni að fagna að geta heimsótt í Berlín einn helzta brautryðjanda nýguðfræð- innar á 20. öld, Adolf Harnack. Hann var- þá hættur kennslu fyrir aldurs sakir, enda kominn hátt á áttræðis- aldur. Stundin hjá honum gleymist ekki. Gáfulegri mann hefi ég aldrei séð, ennið mjög hátt og augun björt og snör. Hann talaði einkum um fsland og spurði margs, m. a. um trúarlíf íslendinga. Hann kvað sig langa til að koma til fslands, en nú mæddu hann margir sjúkdómar, svo að hann treysti sér ekki til þess. Honum var það mjög hugleikið, að íslendingar efldust sem mest að trú °g siðgæði. Hann fylgdi mér til dyra, kvaddi mig ástúð- lega og sagði: „Berið íslendingum kveðju mína með þeirri ósk, að þeir verði um allan aldur sífellt trúaðri og frjálsari.“ Það var næsta auðskilið, að þessum manni var mest um vert að byggja upp, en ekki rífa niður. Hann var heill og sannur lærisveinn Jesú Krists. Nokkrum vikum seinna kynntist ég öðrum brautryðj- anda nýguðfræðinnar, sem einnig hafði verið háskóla- kennari í Berlín og var nafn hans oft nefnt um leið og Harnacks. Það var Hermann Gunkel. Þessir tveir urðu Þ'ægastir nýguðfræðingar um sína daga, og stóð ljómi Um nöfn þeirra. Ég var daglega samvistum við Hermann Gunkel í 10 daga, hina fyrstu í septembermánuði 1929, 1 yndislegu gistihúsi í Þýringaskógi. Við vorum mjög mik- saman, meðal annars fórum við í gönguferðir um skóginn. Gunkel var um áratug yngri en Harnack, en þó einnig hættur kennslustörfum, enda þrotinn að heilsu. Ollu því ^neðal annars hörmungarnar, er Þjóðverjar urðu að þola 1 fyrri heimsstyrjöldinni og eftir hana. Hann var ljós á hár °g bláeygur og augun djúp og fögur. Fylltust þau stundum einkennilegum Ijóma og minntu mig að því leyti á Stephan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.