Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 42
40 KIRKJURITIÐ frá því sem nú er, t. d. með meiri víxlsöng frá altari og kór í líkingu við það, sem þezt lætur á stórhátíðum. Lof- söngurinn og þakkargjörðin mætti hljóma enn skærar í kirkjunni en verið hefir, það myndi setja meiri hátíðar- og tignarblæ á guðsþjónustumar. Það er ástæðulítið að óttast stækkun sértrúarflokkanna á kostnað kirkjunnar. Ég sé ekki, að þeir séu fundvísari á leiðir en t. d. kirkjan. Mér finnst þeir vera þröngir, úr hófi fram dómgjarnir um menn og málefni og lífsskoðanir annarra. Væru þeir umburðarlyndari, ættu fleiri leið með þeim. Ég sé ekki, að forustumenn þeirra séu almennt heit- ari í andanum en t. d. margur presturinn hefir verið fyrr og síðar. En það er annað, sem einkennir þessa flokka, það, hvað safnaðarfólk þeirra er miklum mun áhugasam- ara og fórnfúsara en almennt gerist meðal safnaða kirkn- anna. Hefðu kirkjurnar á að skipa jafn áhugasömum og fórn- fúsum söfnuðum, þá þyrfti ekki að kvarta undan lélegri kirkjusókn og daufu safnaðarstarfi, eins og nú gerist. Það er sofandahátturinn og sinnuleysið, sem er að eyðileggja kirkjuna. Einstaklingar sértrúarflokkanna eru sístarfandi að því að fá vini og kunningja á fundi og í söfnuðinn, og aðra þá, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, andlega og líkamlega öreiga, hjálpandi þeim til að gera þá styrka og starfshæfa. Slíkur áhugi og þjónusta er lofsverð. Allt það, sem miðar að því að hjálpa öðrum til sjálfsbjargar, er í anda Krists. Lærum af þeim, gerum kirkjuna okkar sterka og okkur sjálf fórnfúsari, þá mun aftur morgna. Ég er ekki dómbær á söng almennt, en safnaðarsöngn- um er víst áfátt, því að margir kvarta um deyfð og litla þátttöku safnaðarins í söngnum. Víst er það, að of margir kirkjugesta eru sálmabókarlausir og taka ekki þátt í söngnum. Á þessu þyrfti að verða breyting. Allir, sem eru viðstaddir guðsþjónustuna, verða að taka undir, hver með sínu nefi — því að ekki eru allir útvaldir. Það er unaðslegt að vera við guðsþjónustu, þegar hún er vel sótt og safn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.