Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 9
Heilög, heilög, heilög,
eftir REGINALD HEBER (1783—1826).
Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning!
Hljóma skal vor lofgjörð hvern dag til heiðurs þér.
Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð!
Guð, einn og þrennur, þökk þér einum ber.
Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning!
Helgir menn þig lofa og tigna, Drottinn hár.
Sælar englasveitir segja einum rómi:
Dýrð þér, sem varst og ert um eilíf ár!
Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning!
Hulin dýrðarljóma oss skópstu lífsfögnuð.
Æðri’ og meiri ertu öllu’ á himni’ og jörðu,
alvaldi Drottinn, einn og sannur Guð!
Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning!
Helga lofgjörð flytji þér geimar, höf og láð.
Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð! —
þér sé um eilífð þökk og vegsemd tjáð!
VALD. V. SNÆVARR þýddi.