Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 9

Kirkjuritið - 01.01.1953, Síða 9
Heilög, heilög, heilög, eftir REGINALD HEBER (1783—1826). Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Hljóma skal vor lofgjörð hvern dag til heiðurs þér. Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð! Guð, einn og þrennur, þökk þér einum ber. Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Helgir menn þig lofa og tigna, Drottinn hár. Sælar englasveitir segja einum rómi: Dýrð þér, sem varst og ert um eilíf ár! Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Hulin dýrðarljóma oss skópstu lífsfögnuð. Æðri’ og meiri ertu öllu’ á himni’ og jörðu, alvaldi Drottinn, einn og sannur Guð! Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Helga lofgjörð flytji þér geimar, höf og láð. Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð! — þér sé um eilífð þökk og vegsemd tjáð! VALD. V. SNÆVARR þýddi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.