Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 9

Kirkjuritið - 01.01.1953, Page 9
Heilög, heilög, heilög, eftir REGINALD HEBER (1783—1826). Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Hljóma skal vor lofgjörð hvern dag til heiðurs þér. Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð! Guð, einn og þrennur, þökk þér einum ber. Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Helgir menn þig lofa og tigna, Drottinn hár. Sælar englasveitir segja einum rómi: Dýrð þér, sem varst og ert um eilíf ár! Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Hulin dýrðarljóma oss skópstu lífsfögnuð. Æðri’ og meiri ertu öllu’ á himni’ og jörðu, alvaldi Drottinn, einn og sannur Guð! Heilög, heilög, heilög, himnesk guðdómsþrenning! Helga lofgjörð flytji þér geimar, höf og láð. Heilög, heilög, heilög, — heiðruð, tignuð, blessuð! — þér sé um eilífð þökk og vegsemd tjáð! VALD. V. SNÆVARR þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.