Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 38
36 KIRKJURITIÐ ókirkjuræknir. Þetta fráhvarf frá kirkjunni mun því mið- ur almennt meðal hinna kristnu þjóða. Það er að sjálf- sögðu ekki frambærileg afsökun að benda á aðra menn eða þjóðir, telja þá eða þær ekki betur á vegi stadda í þessum efnum. Spurningin er, hversu mikið það er á valdi kirkjunnar að fá fólkið til að sækja guðsþjónusturnar. Það er vitað, að á síðari árum hefir kirkjumálunum betur skipazt. Kirkj- ur og prestssetur hafa verið byggð og endurbætt, en má' þó betur, ef duga skal í þeim efnum. Kirkjusöngur (kórar) og safnaðarstarf hefir komizt í fastara og betra horf. Einnig má geta þess, að skilningur og áhugi manna er vaknaður á nauðsyn þess að efla kirkju- og safnaðarlífið. Flestar ytri ástæður eru fyrir hendi, til þess að þróttmikið og lifandi kirkjulíf geti hafizt og borið blessunarríkan ávöxt í þjóðlífinu. Presturinn er leiðtoginn; á honum hvíliv mikil siðferðisábyrgð, að þjóna Guði og mönnum. Hann er fyrirmyndin til orðs og æðis. Hann verður að vera víð- sýnn og hjartahreinn. Söfnuðurinn hefir einnig sínar skyld- ur og ábyrgð. Á honum hvílir einkum sú skylda að sækja guðsþjónustu hvern messudag, vera ávallt reiðubúinn að vinna kirkjunni og safnaðarlífinu allt það gagn, er verða má. Kirkjugöngur og safnaðarlíf er snautt og áhrifalítið þar, sem söfnuðurinn er sinnulaus, á honum hvílir skylda, svo að góður árangur náist. Ef fólkið fengist til að sækja guðsþjónusturnar almennt, þá finnur það fljótt til áhrif- anna af umhverfinu og þeirrar tignar og helgi, er umlykur sálina. Það saknar þá þess að hafa staðið of lengi utan dyra í kirkjunni. Presturinn, hversu áhugasamur og góður drengur sem hann er, kemur sáralitlu eða engu góðu til leiðar, ef söfnuðurinn er sinnulaus, kemur ekki til móts við hann með því að sækja guðsþjónusturnar og sinnir ekki málum kirkjunnar. Það er athyglisvert, að það fólk, sem einna mest hefir á móti kirkjunni, — telur sig ekki hafa neitt til hennar að sækja eða segist ekki fella sig við þennan eða hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.