Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1953, Blaðsíða 22
20 KIRKJURITIÐ ókum fram hjá honum á leið til Waterloo hótelsins við Artil- lerie Strasse, en þar bjuggum við í dýrlegum fagnaði þessa daga. Er það gott sæluhús, eitt af hinum mörgu, veglegu ný- byggingum, sem risið hafa úr rústum styrjaldarinnar, og skortir þar engin þægindi. Hannoverborg hafði orðið fyrir þungum loftárásum undir lok síðustu styrjaldar, svo að áætlað var, að nálægt 68% af borginni lægi í rústum. Sér þess enn víða ægileg merki, þó að mikið hafi verið hreinsað til og uppbyggingin sé hröð. Samt liggja rústirnar enn eins og fleiður um alla borgina. Til dæmis má geta þess, að af 34 kirkjum voru 5 gersamlega eyðilagðar og 15 skemmdar meira en 60%. Aðeins 11 voru skemmdar minna en 10% og gátu því talizt nokkurn veginn messufærar. Af ýmsum fögrum kirkjum stóðu nvi aðeins gapandi tóttir, en þó höfðu í sumum þeirra verið endurreist ölturin, og fóru þar jafnvel stöku sinnum fram guðsþjónustur undir berum himni. Enda þótt uppbyggingarstarfið sé geysimikið, þá mun þó engin kirkja enn vera að fullu viðgerð, svo að ekki sjái einhvers staðar merki um hermdarverk stríðsins, enda hefir þar margt listaverkið farið forgörðum, sem algerlega er óbæt- anlegt. En lífið er miskunnsamt og hefir hvarvetna reynt að græða sár styrjaldarinnar og breiða huliðshjálm yfir viðurstyggð hennar. Ýmiss konar gróður og jafnvel stærðar tré hylja sums staðar rústirnar. Annars staðar hafa nýbyggingar risið upp veglegri og fegurri en áður, svo að fljótt á litið virðist allt vera í blóma, og lífið streymir og ólgar um æðar þessarar borgar á líkan hátt sem fyrr, en hún hefir löngum verið mikil verzlunar- og ferðamannaborg. Skrifstofa hafði verið sett á fót skammt frá járnbrautarstöð- inni, þar sem hægt var að fá ýmsar upplýsingar og skjöl, er fundinn varðaði. Þangað lögðum við leið okkar daginn eftn'- Var þar mikil óðaönn og kliður eins og í fuglabjargi af mörg- um þjóðtungum. Þar fengu menn meðal annars merki fund- arins, sem gert var eftir innsigli Lúthers, rós með krossi. Var það steypt úr málmi, en nælt í silkiborða. Efst í rnerkmu var komið fyrir ramma, þar sem skráð skyldi nafn fulltruans og þjóðerni. En litur silkiborðans sýndi, hvers konar fulltrui eða starfsmaður þingsins hver maður var, og auðveldaði þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.