Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 12
234 KIRKJURITIÐ dýrmæti í eigu Gyðinga. Þegar stofnað var til hjúskapar, þóttu þær meira varða en fjárhagur og stétt hjónaefnanna. Ættarskrár Messíasar náðu til Davíðs konungs, og alkunna var það, að Davíð hafði verið afkomandi Bóasar og Rutar. En Bóas var kominn af Júda, syni Jakobs, ættföðurins. Þeir Lúkas og Matteus skrá báðir ættartölu Messíasar. En Lúkas lét sér ekki það nægja. Hann lagði kapp á að safna öllu, sem auðið væri, varðandi fæðing Messíasar. Matteus hafði ritað um fæðing Messíasar eftir frásögn- um og munnmælum, sem þegar lifðu viða með þeim, sem nákomnir höfðu verið Messíasi. Voru þau munnmæli með sömu einkennum sem frásagnir um upphaf allra mikilla spámanna, svo sem Móse og Samúels, er prýddar voru mörgum sönnunum um útvalning þeirra og ætlunarverk. Mikilmennið hafði verið Guði helgað „frá móður lífi“. En Matteus hafði eins og Jóhannes Markús hirt minna um þau atvik en orð og afrek Messíasar um æfi hans. Þeir lögðu að hætti Gyðinga megináherzlu á kenning og verk meist- ara síns og skráðu sem nákvæmast dæmisögur hans og líkingar. Lúkas, hinn gríski, átti samfara trúnni á Messías feg- urðarþrá, runna frá guðsdýrkun hans. Hann gat ekki hugs- að sér fæðing Messíasar öðru vísi en í fegurðarljóma- Hann þráði guðlega frásögn um drottin og fæðing hans. Hver hafði hún verið, þessi undursamlega kona, sem heil- agur andi hafði birtzt, eins og Matteus sagði, og boðað henni, að hún myndi son ala með yfirnáttúrlegum hætti öðru vísi en allar konur aðrar? Þrá Lúkasar stefndi að því að skyggnast inn í þann leyndardóm, leyndardóm iseS- ingar Jesú. Hann fékk alla þá vitneskju frá Matteusi, er hann mátti veita. En hún fullnægði honum ekki. Grikkj- anum Lúkasi var hún ónóg. Hann ákvað að halda rann- sóknunum áfram. I húsi Maríu, systur Barnabasar, hinu mikla, áttu heima þeir, sem eftir lifðu af Nazareaættfólkinu. Það hafði komið til Jerúsalem til þess að sameinast Jesú. Móðir Messías-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.