Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 12
234
KIRKJURITIÐ
dýrmæti í eigu Gyðinga. Þegar stofnað var til hjúskapar,
þóttu þær meira varða en fjárhagur og stétt hjónaefnanna.
Ættarskrár Messíasar náðu til Davíðs konungs, og alkunna
var það, að Davíð hafði verið afkomandi Bóasar og Rutar.
En Bóas var kominn af Júda, syni Jakobs, ættföðurins.
Þeir Lúkas og Matteus skrá báðir ættartölu Messíasar.
En Lúkas lét sér ekki það nægja. Hann lagði kapp á að
safna öllu, sem auðið væri, varðandi fæðing Messíasar.
Matteus hafði ritað um fæðing Messíasar eftir frásögn-
um og munnmælum, sem þegar lifðu viða með þeim, sem
nákomnir höfðu verið Messíasi. Voru þau munnmæli með
sömu einkennum sem frásagnir um upphaf allra mikilla
spámanna, svo sem Móse og Samúels, er prýddar voru
mörgum sönnunum um útvalning þeirra og ætlunarverk.
Mikilmennið hafði verið Guði helgað „frá móður lífi“. En
Matteus hafði eins og Jóhannes Markús hirt minna um þau
atvik en orð og afrek Messíasar um æfi hans. Þeir lögðu
að hætti Gyðinga megináherzlu á kenning og verk meist-
ara síns og skráðu sem nákvæmast dæmisögur hans og
líkingar.
Lúkas, hinn gríski, átti samfara trúnni á Messías feg-
urðarþrá, runna frá guðsdýrkun hans. Hann gat ekki hugs-
að sér fæðing Messíasar öðru vísi en í fegurðarljóma-
Hann þráði guðlega frásögn um drottin og fæðing hans.
Hver hafði hún verið, þessi undursamlega kona, sem heil-
agur andi hafði birtzt, eins og Matteus sagði, og boðað
henni, að hún myndi son ala með yfirnáttúrlegum hætti
öðru vísi en allar konur aðrar? Þrá Lúkasar stefndi að
því að skyggnast inn í þann leyndardóm, leyndardóm iseS-
ingar Jesú. Hann fékk alla þá vitneskju frá Matteusi, er
hann mátti veita. En hún fullnægði honum ekki. Grikkj-
anum Lúkasi var hún ónóg. Hann ákvað að halda rann-
sóknunum áfram.
I húsi Maríu, systur Barnabasar, hinu mikla, áttu heima
þeir, sem eftir lifðu af Nazareaættfólkinu. Það hafði komið
til Jerúsalem til þess að sameinast Jesú. Móðir Messías-