Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 64
286 KIRKJURITIÐ Klerkur bjóst eigi við mikilli kirkjusókn daginn eftir, en þó kom margt manna. Fólk hafði eigi numið hér kæruleysi í þessum efnum. Gleði og alvara héldust hér í hendur. I litlu skólastofunni hljómaði sálmasöngur, hér sungu allir, ungir sem gamlir, þó að aldrei hefði verið hljóðfæri í þessari sveit. Menn þökkuðu prestinum fyrir kenninguna með handabandi. Þessi yzta byggð í hinu víðlenda presta- kalli var honum oft uppörvun, er tómlæti virtist verða annars staðar. Pósturinn blindi kom eigi, hann mætti aldrei við messugjörðir né á samkomum. Mánuðir liðu. Öldungurinn hafði lengi eigi komið í huga prestsins. Annir vordaga við búskap og prestsskap tóku allan huga hans. En allt er háð breytileik lífsins, einnig hjá þeim, er sjá og eru í fullu fjöri. Prestur var um Jónsmessu fluttur í sjúkrahús, hann hafði slasazt stórlega. Er hann vaknaði um kvöldið í sjúkrarúmi allringlaður eftir svæfingu, var útvarpinu að ljúka. Hann heyrði gegnum þilið, að rám öldungsrödd tók undir klökkvum rómi: Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr. Prestur spurði, hver þar væri. Það var blindi pósturinn. Daglega hafði hans ávallt verið vitjað í bæ sinn, en fyrir nokkru fannst hann þögull og fár í fleti sínu, snert af slagi hafði hann fengið. Síðan hafði hann dvalið í sjúkra- húsi. Hið gamla fat póstsins var slitið. Harðræði og þrael- dómur æfinnar höfðu sett óafmáanleg merki á hann. Er prestur tók að hressast, staulaðist hann að rúmi hans, og reyndu þeir að tala saman, þótt oft væri erfitt að skilja gamalmennið. Fyrsta embættisverk prestsins var að þjónusta sinn gamla vin. En er hausta tók, um sama leyti og vakan var á heimil1 póstsins, var hann lesinn til moldar á kirkjustaðnum Þar útfrá. Fjöldi manna fylgdi, margt af þeim, er voru á gleð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.