Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 42
264
KIRKJURITIÐ
tíð í góðri jörð að þrítugföldu, sextugföldu og hundrað-
földu.
Verði gróandi þjóðlíf með þveri'andi tár,
sem þroskast á Guðs ríkis braut.
Algóður Guð vaki yfir kristni fslands og leiði hana til
sigurs um aldir alda.
Eilíft ljós hans lýsi anda þínum í æðra heimi.
Drottinn sé með þér og ástvinum þínum.
Tak þú — og þér öll blessun Drottins.
Drottinn blessi þig . ..
Presturinn og prófasturinn.
Eins og reiðarslag féll hin sviplega andlátsfregn Sigur-
geirs Sigurðssonar biskups yfir Norður-fsfirðinga og vin-
ina hans mörgu um hinar dreifðu byggðir Vestfjarða. Þeir
höfðu bundizt við hann traustum vináttu- og tryggða-
böndum frá fyrstu kynnum, er hann sem ungur og ný-
vígður prestur settist að á ísafirði, og höfðu því fengið
að njóta starfskrafta hans, hæfileika og leiðsögu frá upp-
hafi fram til þess tíma, er hann var skipaður í hið virðu-
lega biskupsembætti.
Að afloknu embættisprófi frá Háskóla íslands, í febrúar
1917, tók séra Sigurgeir vígslu þá um haustið sem aðstoð-
arprestur séra Magnúsar Jónssonar á fsafirði. En þar eð
séra Magnúsi var veitt dósentsembætti við guðfræðideild
Háskólans þetta sama haust, losnaði ísafjarðarprestakall
og fékk séra Sigurgeir veitingu fyrir því þ. 11. marz 1918-
Þjónaði hann því fsafjarðarprestakalli um rúmlega 20 ára
skeið, eða fram að þeim tíma, er hann var til biskups
kjörinn, eins og áður getur.
Prófastur í Norður-fsafjarðarprófastsdæmi var hann