Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 72

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 72
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði dagana 12. og 13. september. Fundurinn hófst með því, að formaður, séra Þorsteinn Jó- hannesson próf. las Ritningarorð og bað bænar, en á undan var sunginn sálmur. Þá flutti formaður framsögu í aðalmáli fundarins: Kristin- dómur og kristindómsfræðsla í barna- og unglingaskólum. Umræður um þetta mál urðu miklar og stóðu mikinn hluta fundartímans. í þeim umræðum kom fram sú skoðun fundar- manna, að þeir teldu kristindómsfræðslu í mörgum skólum mjög ábótavant. Það mætti m. a. kenna því, að ekki væri um eins heppilegar kennslubækur að ræða, einkum í unglingaskól- um, eins og þörf væri fyrir. Ennfremur hörmuðu fundarmenn það, hversu lítil rækt væri lögð við það á ýmsum heimilum, að búa börn undir kristindómsnámið í barnskólunum. Væri til of mikils ætlazt af skólunum í þeim efnum, en of lítils af heimilunum. — Þá var rætt um fermingarundirbúning, aðal- lega með tilliti til þeirra kennslubóka, sem prestar legðu til grundvallar þeirri fræðslu. Rætt var m. a. um hið nýja ,,kver“ Valdimars V. Snævars, og urðu menn ekki á eitt sáttir um það, hversu fullnægjandi það gæti talizt. Nokkuð var rætt um kristniboð, gildi þess og aðstöðu kristni- boða til starfa. Rædd voru fjármál félagsins. Þá fór fram stjórnarkosning. Séra Þorsteinn baðst eindregið undan endurkosningu. í hans stað hlaut kosningu séra Jón Kr. ísfeld, Bíldudal. Endurkjömir voru: Séra Stefán Eggertsson, Þingeyri, gjaldkeri, og séra Jóhannes Pálmason, Súgandafirði, ritari. Varamaður stjórnar var kosinn séra Eiríkur J. Eiríks- son, Núpi, Dýrafirði. Fundinum lauk með því, að sunginn var sálmur, en síðan las séra Jónmundur Halldórsson, Stað, Grunnavík, Ritningar- orð og bað bænar, en að endingu var sungið sálmvers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.