Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 26
248 KIRKJURITIÐ Þar eru dýrir fjársjóðir, sem hann hefir gefið oss, fjár- sjóðir, sem vér nú söfnum saman, hver í sína körfu eins og lærisveinarnir gjörðu forðum, og geymum til hinztu stundar. En þótt vér eigum mikils að sakna, og einnig margt til að geyma og þakka af öllum hug, þá stöndum vér þó í vissum skilningi álengdar. Næstir standa eiginkona hans og börn, systur hans, tengdadætur, barnabörn og aðrir nánir ættingjar. Á milli þeirra og hans hafa liðnu árin stöðugt verið að vefa þá ósýnilegu þætti gagnkvæmrar ástar, sem tengja sál við sál, þau helgu bönd, sem aldrei bresta, það Signýjarhár, sem enginn og ekki einu sinni dauðinn megnar að slíta. Þessa helgu þætti hefir lífið verið að vefa og styrkja, allt frá bernskudögunum heima í hópi systkina hans og foreldra og fram til hinzta dags. Það hefir ofið þá í 35 ára sambúð biskupshjónanna. Við vöggu barnanna þeirra, í sameiginlegum verkefnum og hugðar- málum, sameiginlegum örðugleikum, sameiginlegum sigr- um, — í gleði og sorg, í brosandi sólskini hamingjunnar og í stormum stórra átaka hafa böndin knýtzt helgar og sterkar á milli ykkar hjónanna og á milli föður og bama. Og hvort sem heimilið ykkar var hið fátæklega heimili frumbýlingsins eða hið glæsilega og stóra biskupsheimili, þá voru einkenni þess ávallt hin sömu: ástúðin, góðvildin, gestrisnin, hlýjan. Það var ekki aðeins heimilið, sem stóð gestinum opið, heldur hjartað. Og það var þetta, sem ekki sízt gerði gestunum á þessu gestrisnasta heimili landsins dvölina þar ógleymanlega og kæra. Auðugri, glaðari —- og mér liggur við að segja betri — fór hver maður þaðan heldur en hann kom. Með þessa mynd heimilisins í huga og þann blæ, sem hinn sterki persónuleiki biskupsins hlaut að setja á það, minnug þess, hve traust þau kærleiksbönd eru, sem hér hafa ofizt, þá finnum vér enn átakanlegar hvílíkur sviptir hér er orðinn og hve óendanlega þungur sá harmur er og söknuðurinn sár, sem hér hefir svo óvænt og fljótt kveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.