Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 58
280
KIRKJURITIÐ
Hann var bókamaður mikill og átti bókasafn gott, bæði
af íslenzkum og enskum bókum. Tók hann mjög þátt í
störfum Þjóðræknisfélagsins og var í hvívetna ágætur Is-
lendingur. Kirkjan átti hug hans allan.
Við lát séra Egils Fáfnis hafa Vestur-íslendingar misst
ágætan og mikilsvirtan leiðtoga, og það á bezta aldri.
Hann vildi þjóna bæði Guði og mönnum sem fremst hann
mátti. Er hans því sárt saknað, og menn munu lengi minn-
ast hans með virðingu og þökk.
Skömmu fyrir íslandsför mína átti ég tal við séra Egil
Fáfnis. Hann bað að heilsa föðurlandi sínu, ættmönnum
og æskuvinum. Hann sagði, að hann væri að ráðgera að
heimsækja átthagana, sem hann hefði aldrei séð síðan
hann skildi við Islandsstrendur fyrir 35 árum. Þessi draum-
ur hans rættist ekki þannig. En þó hefir hann nú verið
kallaður heim til föðurlands vors, sem er á himni og öll-
um ættjörðum ofar, og fær að reyna sannleik orðanna:
Þeir himin erfa, sem himin þrá.
Eric H. Sigmar.
Dr. theol. Holger Mosbech prófessor
varð bráðkvaddur 3. september, 67 ára að aldri.
Hann ritaði ungur doktorsritgerð um Essena og varð
þrítugur dósent við Kaupmannahafnarháskóla. Kennslu-
grein hans var Nýja testamentis fræði, og fór allt saman
hjá honum: Frábær þekking, skörp hugsun og brennandi
sannleiksást. Jafnframt kennslunni ritaði hann ýms skýr-
ingarit, sem einkennir óvenjulega ljós framsetning og mik-
ill lærdómur. Sumir þoldu ekki frjálslyndi hans í vísinda-
rannsóknum, og dróst það því í tuttugu ár, að hann yrði