Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 39
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 261 var það hljómlistin eða sönglistin, sem hann unni. Hann vissi það, að hún túlkar oftast betur en allt annað tilfinn- ingar hjartans og hún er vegur milli himins og jarðar. Fyrir því felldi hann fagran söng og hljómlist inn í kirkju- legar athafnir, er hann framkvæmdi, svo sem við prests- vígslu. Hrifning fór um hugina, er kirkjan ómaði öll: Sanctus. Sanctus. Og hann viidi, að fagur safnaðarsöngur yrði sem ríkastur þáttur í guðsþjónustum kirkju vorrar um land allt. Hugsaði hann um það vakinn og sofinn, hvernig svo mætti verða. Og hann sá leið til þess, sem aðrir höfðu ekki séð, og gerðist brautryðjandi. Söngflokkar mynduðust við kirkjurnar, fleiri og fleiri, og hafa prestarnir eignazt við það fjölda samstarfsmanna. Mun kirkjusöngur nú orðinn miklu betri hér á landi en hann hefir nokkru sinni verið fyrr eða síðar. Guð hefir blessað svo þetta starf biskups vors, að það hefir líklega orðið þar giftudrýgra en allra annarra biskupa á íslandi. Að minnsta kosti má í þeim efnum setja nafn hans við hlið nafni Jóns ögmundarsonar. Biskup leitaðist einnig við það af alefli að bæta aðstöðu Vrestanna til þess að vinna sem mest og bezt kristni og kirkju. Áhugi hans, eljan og þrautseigja var meiri en allra annarra, sem ég hefi kynnzt. Hann þekkti af eigin raun starfskjör prestanna og vildi bæta þeim það, sem hann hafði sjálfur farið á mis við. Hann gerði vissulega það, sem í hans valdi stóð. Og honum varð mjög mikið ágengt. En þegar á móti blés og seinna gekk en hann vildi, eða alls ekki, þá varð það honum þung raun, jafn- miklum kappsmanni. Eru ekki einnig allar hans andvöku- nætur þakkarefni? Fyrir fáum árum sagði vinur hans í Prestastétt eitthvað á þessa leið um hann: Hann berst fyrir okkur prestana eins og hetja og mun halda áfram að berjast, unz hann hnígur í sína gröf. — Nú mega menn sjá, hve þetta er satt. Heimili sitt vildi hann gefa öðrum með sér. Það fór vel á því, að húsið hans skyldi heita Gimli. Þar byggðu dyggv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.