Kirkjuritið - 01.12.1953, Blaðsíða 76
298
KIRKJURITIÐ
1. „Aðalfundur Prestafélags íslands, haldinn í Reykjavík
dagana 14.—15. október 1953, fagnar þeim áhuga á viðreisn
Skálholts, sem þegar er orðinn, en minnir jafnframt á, að níu
alda afmæli Skálholts færist óðfluga nær. Fyrir því beinir
fundurinn þeirri áskorun til stjórnarvalda og alþjóðar að veita
með löggjöf og fjárstyrk endurreisn Skálholts öruggan stuðn-
ing, til þess að þjóðin geti á verðugan hátt haldið þetta afmæli
hátíðlegt í Skálholti sumarið 1956.“
Var tillagan borin fram af formanni Skálholtsfélagsins, Sig-
urbirni prófessor Einarssyni.
2. „Aðalfundur Prestafélags íslands 1953 skorar á ríkis-
stjómina að hvika í engu frá framkomnum kröfum um af-
hendingu íslenzkra handrita úr dönskum söfnum.“
Tillaga þessi var frá séra Benjamín Kristjánssyni, og fylgdi
henni skrifleg greinargerð, er séra Jón Auðuns dómprófastur
las upp, þar sem tillögumaður sjálfur gat ekki komið til fund-
arins.
Aðalfundi Prestafélags íslands barst svohljóðandi kveðja frá
forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni:
„Þakka kveðjuna. Óska Prestafélagi íslands allra heilla í
mikilvægu starfi.“
Prestafélaginu barst og samúðarkveðja frá ritara Kirknasam-
bands Norðurlanda, Harry Johansson í Sigtuna í Svíþjóð, út af
hinu sviplega fráfalli biskupsins yfir íslandi.
Fundarmenn þökkuðu kveðjurnar með því að rísa úr sætum.
Formaður Prestafélagsins, prófessor Ásmundur Guðmunds-
son, kynnti fyrir fundarmönnum séra Eric Sigmar frá Seattle,
U.S.A.
Hann flutti Prestafélaginu kveðju frá Hinu evangelisk-
lúterska kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi. Hann flutti og
samúðarkveðju frá Vestur-íslendingum í tilefni af fráfalli
biskups.
Formaður Prestafélagsins svaraði og þakkaði kveðjurnar og
bað hann séra Eric Sigmar að flytja kveðju íslenzku presta-
stéttarinnar vestur.
Séra Einar Sturlaugsson prófastur á Patreksfirði sagði lítiö
eitt frá för sinni til Vesturheims og bar kveðjur Vestur-Islend-
inga, presta og annarra.
Séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík talaði um samstarf