Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 72

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 72
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði dagana 12. og 13. september. Fundurinn hófst með því, að formaður, séra Þorsteinn Jó- hannesson próf. las Ritningarorð og bað bænar, en á undan var sunginn sálmur. Þá flutti formaður framsögu í aðalmáli fundarins: Kristin- dómur og kristindómsfræðsla í barna- og unglingaskólum. Umræður um þetta mál urðu miklar og stóðu mikinn hluta fundartímans. í þeim umræðum kom fram sú skoðun fundar- manna, að þeir teldu kristindómsfræðslu í mörgum skólum mjög ábótavant. Það mætti m. a. kenna því, að ekki væri um eins heppilegar kennslubækur að ræða, einkum í unglingaskól- um, eins og þörf væri fyrir. Ennfremur hörmuðu fundarmenn það, hversu lítil rækt væri lögð við það á ýmsum heimilum, að búa börn undir kristindómsnámið í barnskólunum. Væri til of mikils ætlazt af skólunum í þeim efnum, en of lítils af heimilunum. — Þá var rætt um fermingarundirbúning, aðal- lega með tilliti til þeirra kennslubóka, sem prestar legðu til grundvallar þeirri fræðslu. Rætt var m. a. um hið nýja ,,kver“ Valdimars V. Snævars, og urðu menn ekki á eitt sáttir um það, hversu fullnægjandi það gæti talizt. Nokkuð var rætt um kristniboð, gildi þess og aðstöðu kristni- boða til starfa. Rædd voru fjármál félagsins. Þá fór fram stjórnarkosning. Séra Þorsteinn baðst eindregið undan endurkosningu. í hans stað hlaut kosningu séra Jón Kr. ísfeld, Bíldudal. Endurkjömir voru: Séra Stefán Eggertsson, Þingeyri, gjaldkeri, og séra Jóhannes Pálmason, Súgandafirði, ritari. Varamaður stjórnar var kosinn séra Eiríkur J. Eiríks- son, Núpi, Dýrafirði. Fundinum lauk með því, að sunginn var sálmur, en síðan las séra Jónmundur Halldórsson, Stað, Grunnavík, Ritningar- orð og bað bænar, en að endingu var sungið sálmvers.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.