Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 12
442
KIRKJURITIÐ
Ammon — en svo hét hún þá — hellenistisk borg, þar sem mest bar á
menningaráhrifum frá hinu aust-rómverska riki. Voldugt hringleikahús
frá þessum tímum er að finna i miðri borginni; að öðru leyti hefir timans
tönn eytt hinum fornu minjum, og borgin hefir nú á sér svipmót Vestur-
landa. — Eftir miðdegisverð i Hótel Philadelfía var ekið af stað upp til
Jerúsalem, en það er 120 km. vegarlengd. Myrkur var yfir og heitt í
veðri, en húsin i Amman teygðu sig upp hlíðar og brekkur. „Hér er sum-
arhöll Husseins konungs, hér vetrarhöll konungs" hrópa leiðsögumennirn-
ir. En Hussein er ekki efst i huga okkar nú. Með ölLum býr mikil eftir-
vænting.
Stór og langþreyð stund fer senn að renna upp í lifi okkar. Við erum
að koma til hinnar helgu borgar, Jerúsalem! Við ökum í gegnum Pereu
og yfir Móabsfjöll og dapurlegar auðnir, sem frá er sagt i Biblíunni og
talið er að hér hafi ljón eitt sinn átt heimkynni. Okkur er það vel Ijóst,
að nú er haldið um forrtfrægar söguslóðir, leið ferðamanna frá austri til
vesturs með úlfalda- og flutningalestir sinar. Hér er umhverfi, sem kynni
frá mörgu og merkilegu að segja, mætti það mæla. — Við komum í
JórdandaLinn og að ánni Jórdan, sem er um 50 metrar á breidd, vatnið
gulleitt. Allir gengu yfir brt'ma á fljótinu helga, brúna, sem kennd er
við Allenby hershöfðingja. 1 nokkurra kílómetra fjarlægð er Betania hin-
um megin Jórdanar, þar sem Jóhannes skirði, austan við Dauðahafið
einnig staðurinn, þar sem hann var hálshöggvinn. — Viðkoma í Jeríkó
var í áætlun okkar, en fórst fyrir að þessu sinni. Jeríkó hin foma er rústir
einar, en hin nýja Jerikó er borg með sigrænum hitabeltisgróðri, þar
sem pálmatrén gnæfa hátt.
Ég finn það, er ég stíg út úr bilnum við Allenbys-brúna, hjá ánni Jór-
dan, að hitinn gerist alláleitinn. Er það sizt að undra, því að nú erum við
400 metra fyrir neðan sjávarmál. — Tunglið fer að lýsa, og umhverfið
birtir hrikalegar kynjamyndir. Júdeuauðnin, mikilúðleg og ömurleg, er
til beggja handa. Hér voru ræningjar fyrrum —- eitthvað kynni að vera
hér óhreint enn — a. m. k. eru vopnaðir lögreglumenn í bilunum, okkur
til trausts og halds. Einkennileg tilhugsun, að þessar ömurlegu auðnir
skuli um regntimann verða grænar og litfagrar, ákjósanlegt beitiland fyrir
hjarðir Jórdana. Enn eitt dæmi um undramátt regnsins, vatnsins i þessum
löndum hita og sólar.
Og svo kemur borgin á hæðunum í ljós, Jerúsalem, sem stendur 800
metrum fyrir ofan sjávarmál. Klukkan 9 um kvöldið gengur fylking
þreyttra ferðalanga sína fyrstu göngu í Jerúsalem — vegarlengdina frá
bilunum til Hótel Imperial, þar sem allir hljóta gistingu. Næsta morgun