Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 31
KIRKJURITIÐ 461 limir þess félagsskapar gera sér grein fyrir því, að þeir verða að eiga hlutdeild í persónulegum fórnum, persónulegri starf- semi, persónulegum vitnisburði, verður öll kirkjustarfsemin þeim hjartfólgnari. Og þegar þessi skilningur ber ávöxt í auk- inni kirkjusókn, hluttöku í sálmasöngnum og hlutdeild í bæn og boðun, munu menn ganga úr kirkju með nýjum ásetningi um að helga sig starfi kirkjunnar, og því nota bæði fjármuni og gáfur í hennar þágu. Þá verður kirkjan á ný sú aflsupp- spretta, sem henni var ætlað í upphafi til eflingar Guðsríki á jörðu, og henni muni auðnast að búa oss undir hið eilífa ríki, sem Kristur hefir oss fyrirbúið. Harald. Sigmar (G. Á. íslenzkaði). >f Stjörnurnar. Ungum manni getur lærzt meira lítillæti við ihugun himingeimsins á einni stjörnubjartri nóttu en við áralangar lærdómsiðkanir. Menn ættu að temja sér það strax í æsku, að krjúpa við skör eilífðarinnar og hlusta eftir þögn hinnar takmarkalausu viðáttu. Sért þú orðinn handgenginn stjörnuhimninum, verður hann þinn trúasti vinur. Hann er þá jafnan til taks, ef þú þarfnast hans, hann friðar ævinlega hug þinn, minnir þig jafnan á, að óró þín, efi þinn, sorg þin og þjáning eru aðeins smávægileg stundarfyrirbrigði. Fridtjof Nansen.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.