Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 49

Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 49
I n ii I en da r írclíir Úr liréfi frá séra Gísla prófasti Brynjólfssyni. Mig var farið að lengja eftir Kirkjuritinu, er það kom nú i nóvemberbyrjun. Það þarf nauð- synlega að eflast með auknum kaupendafjölda. Reykvísku prestarnir (og víðar í kaupstöðum) ættu að ganga með það í húsin og afla því kaup- enda. Þetta gerum við i sveitunum. „Það verða fleiri að fara að hringja dyrabjöllunum, heldur vottar Jehova", segir Kristeligt Dagblad nú nýlega. Séra Arngrímur Jónsson í Odda hefir hlotið styrk frá British Council og stundar guðfræðinám í Oxford í vetur. Minnisvarði Þykkvabæjarklausturs. Á allraheilagramessu var vígt minnismerki um klaustrið í Þykkvabæ í Veri. Er það steindrangur mik- ill, sem reistur hefir verið á hól norðan við kirkjugarðinn. Efst ó stein- inn er grafinn grískur kross og undir honum áletrunin: Til minja um klaustriS í Þykkvábæ 1168—1550. Þessu minnisvarðamáli var fyrst hreyft á héraðsfundi Vestur-Skaftafellssýslu og kjöri hann menn til að hafa for- göngu í málinu. —• Við vigslu hans flutti sóknarpresturinn, séra Valgeir Helgason, frumsamið ljóð, m. a. þetta erindi: Hér var starfað, hér var lesið, hugleidd voru andleg mól, í helgri trú leið hljóðlát bænin himins til frá bljúgri sál. Hreinlífi og helgri iðju heitið var að vinna að. Klausturlif var himnum helgað, hér í framkvæmd birtist það. Séra Haraldur Þórarinsson varð níræður 15. þ. m. Verður minnzt í næsta hefti. Skýrsla Kirkjuþingsins verður sökum rúmleysis enn að biða næsta heftis.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.