Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 13

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 13
KIRKJURITIÐ 7 tengir þessa tvo heima, sem snertast í barmi þínum, þannig, að tímans mót öðlast þá fylling, sem heitir eilífð. IV. Á þetta gamla, gamla orð erindi við þig, áheyrandi, íslenzka þjóð, þjóð, sem er svo rík, að hún hefur veitt sér jólagleði og nýárshug, sem er 5 millj. kr. virði, í áfengi — í höfuðstaðnum einum? Á þetta gamla, gamla tilboð um að ilfa í Jesú nafni og undir merkjum hans hljómgrunn innan um púðurhvelli og pípu- blástur og ölteiti áramótanna, innan um glaum og flas þeirrar aldar, sem hefur gjört nálega hvert stórt orð innantómt? Er kirkjunnar slitna orð um Frelsarann Jesúm Krist ekki allt of hégómlegt ax fyrir þína athafnasömu, auðugu hönd? Er það samt ekki svo, að þú sért á næstliðnum mannsaldri búinn að sjá og reyna þau öfl, þær stefnur og lífsskoðanir, þá tignuðu foringja, sem hafa boðið sig fram í hans stað? Þeir hétu gimsteinum, það voru sprengjur, þeir hétu frelsi, það var upplausn fyrst, síðan ánauð, það himnaríki á jörð, sem þeir hétu, reyndist víti á jörð. Jesús Kristur gengur enn að nýju í veg fyrir oss, þjóð og einstaklinga, á áramótum. Það er ekkert annað nafn, sem oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. Hann hefur hlotið það nafn, nafn, sem hverju nafni er æðra og hvert kné skal beygja sig fyrir. Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt hólpinn verða og heimili þitt og land þitt. Amen. Það er vissulega satt. 1 hans nafni: Gleðilegt ár. Amen. Sigurbjörn Einarsson. Eigi maður að lifa iengi, verður maður að lifa hægt. — Cicero. Þjáningin er enn meiri mótandi en Fidías. — Johannes Edfelt. Stærilátur maður líkist eggi. Eggið er svo troðfullt af sjálfu sér, að þar rúmast ekkert annað. — Albert Nimeth. Þeim, sem hefur engan áhuga á lífi meðbræðra sinna, gengur erf- iðast að lifa lífinu. — Carnegie. Það er óhagganlega öruggt, að sá, sem er vondur við dýrin, getur ekki verið góður maður. — Arthur Schopenhauer.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.