Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 19

Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 19
KIRKJURITIÐ 13 En hér skal þó ekki bera fram harmatölur. Það væri sízt að vilja Gísla Sveinssonar sjálfs. Hann vissi, að langur dagur var liðinn og að þegar smiðurinn hefir notað hamarinn, leggur hann hann niður hjá sér að kveldi til þess að grípa til hans aftur að morgni. Vér viljum þakka Guði fyrir Gísla Sveinsson og biðja þess, að gróandinn af lífsstarfi hans verði sem mestur um komandi ár og að Guð gefi oss sem flesta góða drengi og hjartahreina, honum líka. Kristni íslands og kirkja, kirkjuráð, kirkjuþing þakkar starf hans og biður Guð að blessa það, sjálfan hann og konu hans og börn og aðra ástvini. I upphafi Jóhannesarguðspjalls segir: „Jesús sá Natanael koma til sín og segir um hann: Sjá, sannarlega er þar ísraelíti, sem ekki eru svik í.‘“ Þau orð hafa ómað í hug mér nú síðustu dagana. Gísli Sveins- son átti „vammleysið glaða“, sem norska skáldið talar svo fallega um. Skjöldur hans var óflekkaður, hjartað viðkvæmt, einlægt og hlýtt. „Þeir munu Guð sjá‘“ sagði frelsarinn um hjartahreiná. Sjá, íslendingur, sem ekki bjuggu svik í. Sagan mun geyma nafn hans. Hann var oss Natanael — gjöf Guðs. Ó, Faðir, gjör mig lítið ljós. Hvergi hef ég séð annars getið en þessi alkunni barna- og bænarsálmur sé frumortur af séra Matthíasi. En nú í sumar, þegar ég var við messu í fríkirkju einni í London, sem The City Temple nefnist, rakst ég á eftirfarandi sálm í sálmabók þeirr- ar kirkju: God make my life a little light within the world to glow, a little flame that burneth bright wherever I may go.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.