Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 24
PISTLAR Sprungur í grunninum. Fátt er mér minnisstæðara af því, sem eg heyrði og las á síðasta ári en ræða Jónasar Haralz ráðuneytisstjóra 1. desem- ber s. 1. Efnið var þó síður en svo nýstárlegt. Sá boðskapur, að þjóðin væri komin út í efnahagslegar ógöngur, hefur hljómað af vörum stjórnmálamannanna og verið sísunginn í blöðunum í fjórðung aldar eða meira. Hann hefur verið svo þrátekinn, að minnt hefur á dæmisöguna um úlfinn, sem smalinn kallaði svo oft upp um að væri kominn, að hætt var að taka mark á því. Síðast fyrir ári var oss sagt, að vér værum „á brúninni" og sjálfstæði þjóðarinnar í beinum voða, ef ekki yrði snúið við. Það var efnahagsmálaráðunautur stjórnarinnar, sem sagði það og endurtók það nú. En það, sem ég hrökk mest við 1. des., var, að maður í þvílíkri stöðu bætti því við, að ekki væri því um að kenna, að stjórnmálamennirnir vissu ekki, hvemig komið væri og hvað hægt væri að gera til bjargar, heldur hitt, að þeir veigr- uðu sér við að gera það vegna ótta við fylgistap meðal kjósenda. Þessu var ekki dróttað að neinum einstökum stjórnmálamanni né flokki. Því var dembt yfir þá alla. — Áramótahugleiðingar stjórnmálaforingja benda líka í sömu átt, eins og raunar öll und- anfarin ár, að þeir telji sjálfstæði landsins bráður voði búinn, en tvístígi þó enn á bjargbrúninni. Vera má samt, að hin nýja ríkisstjórn hafi tekið nýja stefnu og markað ný tímamót, þegar þetta kemur úr prentvélinni. En eftirfarandi athugasemdir eiga samt að mínum dómi rétt á sér til íhugunar. 1 fyrsta lagi verður þjóðinni almennt ekki um það kennt, ef illa fer, né hún lofuð fyrir þær leiðir, sem nú kunna að verða valdar út úr villunni. Flokksveldið hefur sífærzt í aukana á þessari öld, og hefur verið svo sterkt í um það bil þrjá áratugi, að ekkert mál, sem upp hefur komið, hefur megnað að færa menn verulega á milli flokka né skapa nýja. Hitt skiptir samt meira máli, að það hefur alltaf komið fram á ýmsan hátt, að almenningur mun fús til að gera sitt til að viðhalda sjálfstæði

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.