Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 25

Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 25
KIRKJURITIÐ 19 landsins, ef honum er gert Ijóst, hvaða byrðar hann á að taka á sig, og er sannfærður um, að þær komi eins réttlátlega og unnt er niður á öllum. Víst óskar enginn kjararýrnunar og allir lofa framkvæmdirnar, sem orðið hafa, og þakka þær stjórnmála- mönnunum að verðleikum, en það verður þó ekki dregið í efa, að hvorki ungir né gamlir vilja kaupa stundarvelsæld, hvað þá óhóf, fyrir frelsi þjóðarinnar. Jafnvel þótt vér sjálfir kynnum að geta hugsað oss, að vér mundum lifa af ánauð erlendra léns- herra, er ungum og gömlum sjö alda kúgunarsaga of fersk í minni til þess, að menn vilji fella slíkt helsi á niðja vora. í öðru lagi verður aldrei komizt hjá samanburði fortíðar og nútíðar á öllum sviðum. Öllum er ljóst, að vér lifum nú sem í sælulandi, ef almenn lífskjör eru miðuð t. d. við öldina, sem leið. En þar með er ekki sagt, að allt sé betra og fullkomnara. Það er ljóst, að mikil vorleysing var hér alla 19. öldina og þeim mun meiri sem á leið. Og undramikið mannval með þjóðinni t- d. um síðustu aldamót. Það vill svo einkennilega til, að núna fyrir jólin komu út ýmsar bækur, þar sem vikið er að stjórn- málamönnum þeirra tíma. Einkum fjalla þó Menn og menntir eftir Indriða Einarsson og Aldamótamenn eftir Jónas Jónsson um marga þessara manna, svo sem: Magnús Stephensen, Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Valtý Guðmundsson, Tryggva Gunn- arsson, Skúla Thoroddsen, Jón Magnússon, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, Benedikt Sveinsson o. fl., svo nokkrir séu nefndir. Allir vita, að samanburður á samtíma og fyrri tíðar mönnum er hæpinn á margan hátt, og skal hér ekki út í hann farið að nokkru ráði. Og það skal skýrt tekið fram, að breytt viðhorf hrefjast jafnan breyttra aðferða. En í því ljósi, sem hinir liðnu þjóðskörungar standa nú, virðast þeir óneitanlega hafa talað meira um ást sína á landi og þjóð en nú er algengt, og kemur hka fram í bókmenntunum. Og þessir liðnu þjóðarleiðtogar hjuggu ekki aðeins við lakari starfsskilyrði og urðu ólíkt meira a sig að leggja í sambandi við þingsetu og ýmis konar störf að heillum lands og lýðs, heldur voru þeir áreiðanlega kröfuharð- ari fyrir þjóðarinnar hönd og kröfuminni fyrir sjálfa sig en vér Islendingar erum nú. Stundum voru þeir of þröngsýnir og smá- tækir — óþarflega sparsamir, þótt úr litlu væri að spila. En það er eins og manni finnist þeir flestir hafa einmitt á efna- hagsmálasviðinu hugsað fyrst og síðast um þjóðarhag.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.