Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 29

Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 29
KIRKJURITIÐ 23 Meistarinn býður, að vér eigum að öðlast viturt hjarta, — lifa með Guð í hjarta og eilífðina í framsýn, — lifa ekki aðeins sjálfum oss, heldur öðrum mönnum til farsældar. Láta jarð- lífið endurspegla sem bezt hið æðra mannlíf himnanna. Sem sönnun þess, hvort kristnir menn telji sér ekki rétt og skylt að taka til höndum þjóðlífinu til umbóta, má minna á Tómas Sæmundsson. Hann var ekki aðeins prestur — heldur kristinn maður. Þegar hann lá fyrir dauðanum austur í Fljóts- hlíð, fyrir röskum hundrað árum, reis hann öðru hvoru upp við dogg og studdist við dýnu, til að geta skrifað setningu og setn- ingu landsmönnum sínum til örvunar og mannbóta — svo að þeir gætu öðlazt frelsi og lifað í frelsi. Vér höfum öðlazt frelsi — kunnum vér að lifa í frelsi? Eða erum vér að sjóða börnum vorum ánauðarhlekki ? Það væri þá af vankristni, en ekki ofkristni. Því að jafnvel í biðsal dauðans hugsar kristinn maður um lífið og umbót lífsins. Því að jörðin er honum aðeins ein vist- arveran „í húsi föðurins". Kristnum manni er skylt að vera góður borgari jarðarinnar °g himinsins, og allt, sem stuðlar að æðri þroska og fyllri ham- iagju þessa heims og annars, er ekki aðeins von hans, heldur viðleitni. Ekki gott til eftirbreytni. Um jólaleytið flutti Pétur Thorsteinsson sendiherra ávarp í útvarpið og gat þar um jólahald í Rússlandi. Sagði hann þar skýrum orðum, sem flestir munu vita, að jól eru ekki haldin almennt í Rússlandi nú á dögum, þar sem mikill meiri hluti þjóðarinnar lætur sig kristindóminn litlu varða og er ekki í neinu trúfélagi. Þeir, sem tilheyra kristnum trúfélögum, halda Jól samkvæmt austrænu tímatali. Nýárshátíð er haldin almennt °g er hún laus við allar helgiathafnir, en ýmsum jólasiðum haldið í sambandi við hana, svo sem „jólatrjám“ og gjöfum. Verður ekki sagt, að það sé aðfinnsluvert, því að það er gangur sögunnar, að nýir siðir tileinka sér og erfa ýmislegt af því, sem áður tíðkaðist, og er þar þá oft notað í öðrum tilgangi og Werkingu en áður. Má finna þess dæmi innan kirkjunnar sem annars staðar. Þótt ég líti að sjálfsögðu svo á, að það sé stórhörmulegt,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.