Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 30
24
KIRKJURITIÐ
hvað rússneskir valdhafar hafa verið andsnúnir kristnum dómi
á síðustu áratugum, og líklegt, að það muni um langt skeið
hafa geigvænlegar afleiðingar víða um heim, er það í sjálfu sér
ekki árásarefni. Það er æskilegt, að trúfrelsi ríki í öllum lönd-
um og kristinn dómur verður, eins og aðrar stefnur, að sætta
sig við stríð og átök. Sumar fréttir bera líka með sér, að furðu
mikið trúarlíf þróast í Rússlandi, og verður vikið að því síðar.
Hérlendis virðist trúarlíf ekki bundið við stjórnmálastefnur og
báru flest íslenzk blöð þess lítið vitni um jólin, að sú hátíð eða
kristnihald sé öllum hér mikið áhugamál eða helgur dómur.
En að minni vitund eru íslendingar þó miklu trúaðri þjóð en
þeir oft vilja viðurkenna.
En í samtali, sem eitt dagblaðanna átti við tvo rússneska
stúdenta, sem hér dvelja, kemur fram atriði, sem vakti furðu
mína og ekki er rétt að loka augunum fyrir. sé það rétt hermt.
Báðir þessir stúdentar telja sig ekki aðeins trúleysingja, sem
samkvæmt áður sögðu er þeirra einkamál, en jafnframt verður
ekki annað séð en að þeir viti næsta lítið um kristindóminn og
höfund hans. Orð annars eru hermd á þessa leið: ,,Við eigum
enn í málinu orð yfir guð, og þau eru stundum sögð, en þau
hljóma ekki lengur — á sama hátt og þau merkja. — Það eru
engar biblíusögur kenndar í skólanum . . . ekkert minnzt á neitt
slíkt.“ Hinn bætir við: „Ég veit nú raunar ekki meira um Krist
en að hann fæddist — og dó víst.“
Það er ekki undarlegt, að engin trúarbragðakennsla fari fram
í ríkisskólum í Rússlandi. En það er bágt að átta sig á því,
ef svo er komið í einu mesta stórveldi veraldarinnar, sem til
skamms tíma hefur talizt kristið og leggur geysiáherzlu á flest-
ar greinar mennta og menningar — að þar er engin söguleg
fræðsla um kristindóminn í æðri skólum að minnsta kosti.
Skyldu ekki flestir íslendingar vera á mínu máli um það, að
vér mundum ekki óska þess, að nokkru sinni rynnu hér þeir
tímar, að ekki stæði neitt í sögubókum um þau trúarbrögð,
þær stjórnmálastefnur, þær listgreinar, sem valdhafarnir kynnu
að vera andvígir. Þætti nokkrum íslendingi það hæfilegt, að
rússnesku byltingarinnar eða valdatíma Stalins væri ekki getið
neitt í mannkynssögubókum eða almennum fræðiritum um
evrópsk stjórnmál og evrópska menningu? En að rússnesku
byltingunni alveg ólastaðri og forystumönnum Rússa á allri