Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 37
KIRKJTURITIÐ
31
föðurlegt hjarta hefur Guð,
við hvern, sem líður kross og nauð.
Þetta kemur heim við orð Fjallræðunnar: Biðjið og yður mur:
gefast, leitið og og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður
mun upplokið verða.
Vér biðjum víst endrum og eins — einkum ef neyð eða sorg
ber að dyrum. En leitum vér — knýjum vér nokkru sinni veru-
lega á?
Saga kanversku konunnar, sem laut Jesú, jafnvel þegar hann
vísaði henni frá sér — endurspeglar þá bæn, sem beðin er af
öllu hjarta — hún knýr á — eins og sagt er um Drottin sjálf-
an — að hann lá oft heilar nætur á bæn. Þess þurfti hann —
ekki vér — eða hvað — þú og ég? Er oss nóg að biðja með
vörunum — án þess að hugurinn fylgi verulega — alls ekki af
öllu hjarta?
Ég hugsa til dæmis í þessu sambandi til kirkjubænanna —
þátttöku alls þorra manna í þeim — bæði lærðra og leikra —
já, vor og annarra.
Bænin á að vera einn af þremur höfuðþáttum guðsþjónust-
unnar. Tilætlun er sú, að menn komi beinlínis saman til að
biðjast fyrir.
En er sannast sagt hægt að segja, að það sé gert — að menn
biðjist almennt fyrir, — hvort sem margir eða fáir eru við
messuna — já, biðji þá bænirnar sameiginlega, — hátt eða í
hljóði — og af öllu hjarta?
Vér biðjum að minnsta kosti ekki sameiginlega, svo að það
beyrist. — Ég held, að það sé illt, að slíkt er ekki siður í kirkju
vorri. — Víða erlendis biður allur söfnuðurinn hátt saman Fað-
irvorið og fer oft líka með trúarjátninguna. Mér finnst það
fallegt. — Ættum vér ekki að reyna þetta — að taka a. m. k.
1 huganum undir bænirnar í kirkjunni eða við útvarpsmessur
• hvert orð — og biðja þær þannig fyrir oss og öðrum. Og
þá helzt og innilegast fyrir hinum sjúku — og sorgmæddu —
vansælu og villtu — og spilltu. Vita, hvort það færir oss ekki
írið, — sjálfum oss og öðrum hjálp og blessun. — Kröftug
bæn réttláts manns megnar mikið — segir postulinn.
°g ef margir biðja saman, — þótt þeir séu ekki réttlátir, —
Því að það erum vér ekki, — neitt af oss, — eykur það samt
máttinn.