Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 40

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 40
34 KIRKJURITIÐ aðeins ein leið var fær henni til bjargar — að biðja fyrir henni af kærleika. Og nú sagði hann við alla, sem inn komu, að loknum skrift- um þeirra: — Ég bið yður að gera eina bón mína: Viljið þér vera hérna enn í eina klukkustund og biðja með mér fyrir sál, sem er í voða. Kvöldið kom, og loks voru allir farnir, nema presturinn. í stað þess að stefna til dyra — gekk hann upp að altarinu. — Hún og allar hennar líkar voru einu sinni hreinar og sak- lausar — hugsaði hann. Og hánn kraup niður við altarið — og bað Faðirvorið — - síðan hverja bænina af annarri. Nóttin nálgaðist. — Það dimmdi og dynur strætisins hljóðn- aði að mestu — kirkjuvörðurinn bjóst til að loka kirkjunni — það var enginn inni — nema presturinn, sem enr. kraup við altarið. Presturinn leit um öxl: — Farið þér — ég skal loka þegar ég fer. Og enn kraup hann í bæn sinni. Það var komið fram yfir miðnætti, •— þá var þögnin -— hin djúpa kirkjuþögn — rofin. Það glamraði í marmarahellum kirkjugólfsins undan hörðum skóhælum. — Hinn sami ilmur og fyrr um daginn barst aftur að vitum prestsins. — Hjarta hans fylltist gleði, — lofsöng. — En hann leit ekki um öxl — né sagði heldur neitt, er hún kraup grátandi við hlið hans. .. . Seinna sagði hann við manninn, sem hafði þessa sögu eftii honum: — Hefði ég ekki beðið fyrir henni -— og eftir henni — hefði hún komið að læstum dyrunum — og ef til vill aldrei komið aftur. — En nú er hún dásamleg kona. Þessi prestur er nú einn af kunnustu mönnum vestan hafs — biskupinn og rithöfundurinn Fulton J. Sheen. 4. Þessi saga sýnir oss bæði niður í hyldýpið og upp í ljóshæð- irnar. Inn í tvo heima, sem vér þekkjum líka í eigin brjósti. Lýsir baráttunni milli ljóss og myrkurs, sem þar er oft háð. Vér horfum einnig víða upp á þá baráttu í mannlífinu. Þarna er fulltrúi þeirra mannvera á ferðinni, sem á enn

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.