Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 41

Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 41
KIRKJURITIÐ 35 bágra en dóttir kanversku konunnar — því að hún hefur verið svo illa leikin — ekki aðeins gengið blindandi í voðann — held- U1 ef til vill orðið fórnarlamb þeirra, sem leiða ekki öllu frek- ar hugann að því, þótt þeir eyðileggi líf einnar stúlku eða hrekklauss pilts, — heldur en þótt þeir kveiki sér í sígarettu. En hvað finnst oss til um það að vita af því? — Ég spyr þessa af því, að blöðin hafa undanfarið skýrt frá því, að far- ið sé að bæra á flutningi eiturlyfja inn í landið — og þess hafi jafnvel sézt merki, að sú seitla væri að byrja að grafa hér um sig. Hér er um ægilegan ógnvald að ræða — hreinn þjóðarvoði fyrir dyrum. Úr því sem komið er — verður þetta mál að rannsakast — og forráðamenn og almenningur að rísa upp °g stemma á að ósi. Vér höfum næg og nærtæk dæmi þess af oðrum sviðum, að sofið hefur verið á verðinum — og ekki girpig í taumana né gerðar varnarráðstafanir fyrr en allt °f seint. Sé það synd að drepa fagra hugsjón — er það þó miklu meiri og verri glæpur að eyðileggja mannslíf sakir fégræðgi — eða girndar.. Slíkum mönnum — segir frelsarinn — væri betra að þeim v*ri varpað í hafið með stóran kvarnarstein um hálsinn. Það eru hans orð. °g víst bera þeir ekki aðeins öðrum bikar kvala og hörm- Unga, eymdar og sorga — þeir eiga sjálfir líka vafalítið fram Undan langa dagleið inn í næturmyrkur. Þótt einnig renni dagur að endingu, að von minni, eftir þá nott — þurfa þeir margt og mikið að gráta. — Ég segi þetta ekki í hroka Faríseans — það veit Guð, að ég og vér öll erum syndarar — og megum biðja þess, að vér séum leidd á rétta vegu. hess vegna einmitt er enn vissara, að þessum mönnum er það sjálfum fyrir beztu, að gripið sé fram fyrir hendurnar á þeim og þeim ekki leyft að vinna meiri óhappaverk en orðin eru. — Ef vér veigrum oss við því — já — svíkjumst um það, er- Um vér þeim meðsek. Viljum vér taka á oss þá ábyrgð, eiga þátt í þeim sálar- morðum — er af því leiða?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.