Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 43

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 43
Stjórnarfundur Kirknasambands Norðurlanda var haldinn í Osló 2. og 3. október s. 1., og sóttu hann þessir stjórnarnefndarmenn auk mín: Frá Danmörku: Sparring-Petersen prófastur og Hansen Jacobsen, foringi í Hjálpræðishernum. Frá Finnlandi: O. Rosenquist biskup. Frá Noregi: E. Mollard prófessor. Frá Svíþjóð: M. Björkquist biskup, Westin prófessor og Nils Karlström dómprófastur. Auk þess sat fundinn og starfaði með okkur Harry Johansson framkvæmdastjóri Ekumenisku stofnunarinnar í Sigtuna. Hafði undirbúningur fundarins hvílt mest á honum, en í minn hlut kom fundarstjórn að þessu sinni. Fundurinn var haldinn í Háskólanum og hófst að morgni. Minntist ég við setningu hans nokkrum orðum Kristians Hans- sons ráðuneytisstjóra, sem var mörg ár í stjórn Kirknasam- bandsins og formaður þess um skeið. En hann andaðist haust- 10 1958. Hann var mikill íslandsvinur og sótti ísland tvisvar heim, hið fyrra sinn 1950, er ísland gekk í Kirknasambandið, °g hið síðara 1956, er hornsteinn var lagður að Skálholts- hirkju. Hann tók einnig þátt í starfi Lúterska heimssambands- ins í Minneapolis 1958. ^ví næst las ég Ritningarkafla, og svo hófust fundarstörfin. Einkum var rætt um mót, er haldin yrðu á vegum Sam- bandsins, m. a. fjögurra daga fulltrúamót, að líkindum í Sig- túnum. Skyldu fulltrúar vera 21 alls, 5 frá Danmörku, 4 frá Finnlandi, 2 frá íslandi, 5 frá Noregi og 9 frá Svíþjóð. En móts- tími var ekki ákveðinn að svo stöddu. Mót að Nyborg Strand hafa verið fásóttari en skyldi undanfarið, en samt virtist rétt- ara að halda þeim áfram. Rætt var um undirbúning undir næsta þing Alkirkjuráðsins, alsæu jij^j suispuBqmaseunJix ujqCjs uisoji So ppiajSje jemjBCj

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.