Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 44
38
KIRKJURITIÐ
ár. Urðu ekki miklar breytingar á henni aðrar en þær, að nú
var Nikolainen guðfræðiprófessor í Helsingfors kosinn for-
maður.
Síðari fundardaginn fórum við með ekkju Kristians Hanssons
út að gröf hans og lögðum á hana fagran blómsveig. Jafn-
framt var hans minnzt með stuttri ræðu.
Við sátum ennfremur nokkrar veizlur og ræddum þar einnig
mál Sambandsins með norskum áhugamönnum.
Fundinum lauk svo, að allir báðu sameiginlega Faðir vors,
hver á sína tungu, og ég kvaddi samstarfsmenn mína með
hinni postullegu kveðju á íslenzku.
Daginn eftir, sunnudaginn 4. október, prédikuðu nokkrir okk-
ar eftir beiðni i kirkjum Oslóar. Ég prédikaði í Uranienborgar-
kirkju fyrir fjölmennum söfnuði og flutti kveðju frá íslandi
og kirkju íslands.
Ásmundur Guðmundsson.
Gamalt vers.
Héðan í burt með friði eg fer
fráskilinn eymd og sorg;
sálin mín fögnuð senn þá ber
í Síons himnesku borg.
Fylgið mér nú í síðasta sinn
í sællra guðsbarna reit,
leggið þar niður látinn minn
líkama í þeirra sveit.
Eg er sem spegill yður hjá,
í hverjum dauðann þér megið sjá.
Máske hérvistar styttist starf,
stillast þá meinin þér.
Vakið og biðjið vel til sanns,
vissasta regla er,
svo að í fögnuði sælu ranns
samfagna kunnið mér.
(Vers þetta skrifaði ég eftir frú Ingibjörgu Jónsdóttur í Blöndu-
dalshólum. Vísast er það áður til á prenti, þótt ég viti það ekki. —
G. Á.).