Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 50
44
KIRIÍJURITIÐ
Fáir mundu hafa ætlað fyrir þrem áratugum, að svo hljótt
yrði um nafn Einars H. Kvarans og rit hans jafn lítið lesin og
verið hefur um skeið. En ekki er það hans sök né skaði, heldur
þjóðarinnar allrar. Því víst er, að hann var með beztu og merk-
ustu áhrifamönnum, sem þjóð vor hefur alið. Stórmerkt skáld,
blaðamaður svo snjall, að fáir hafa verið hans líkar, spekingur,
spámannlegur áhugamaður og óvenju göfuglyndur. Því er vel,
að þessar tvær bækunr hafa komið út í tilefni af aldarafmæli
Einars og verða vonandi til að leiða einnig til lestrar á öðrum
ritum hans, sem lengi munu standa í gildi.
Tómas skáld Guðmundsson sá um útgáfu Mannlýsinga og
ritar merkan formála um Einar. Síðan fylgja 10 greinar og rit-
gerðir Einars, þ. á m. um Gest Pálsson, Ólaf Davíðsson, Þor-
stein Erlingsson og Hannes Hafstein. Allar hafa þær sér margt
til ágætis, enda drap höfundur víst aldrei niður penna án þess
að eitthvað væri á því að græða, a. m. k. var það alltaf fallega
sagt. Og þar sem ástríða skilningsins var eitthvert mesta höf-
uðeinkenni Einars og góðvildin honum manna mest í brjóst bor-
in, varpa þessar minningargreinar skýru og hugþekku ljósi á
þessa samferðamenn hans. Þrjár síðustu ritgerðirnar eru þó
hvað veigamestar: Skapstórar konur, Fyrir fjörutíu árum í
lærða skólanum og Afstaða mín til bókmenntanna. Ritgerðin
um lærða skólann sýnir snilli Einars í sókn og vöm, þegar um
deilumál var að ræða, og líka, hvað hann gat verið neyðarlegur
— slegið menn mjúklega út af laginu með einni setningu.
Ég er ekki „spíritisti“ í venjulegri merkingu, en hefur alltaf
fundizt, að öllum beri að hafa opin augu og vakandi áhuga á
rannsóknum sálarlífsins, ekki síður — heldur jafnvel enn frekar
— en á rannsókn efnisheimsins. Og ég hef frá unga aldri dáð
sannleiksást og þrotlausa baráttu Einars Kvarans fyrir hug-
sjónum sínum og sannfæringu. Þess vegna átti ég líka sem þáv.
formaður Guðbrandsdeildar frumkvæði að því, að honum var
boðið að flytja erindi á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var
á æskustöðvum skáldsins á Undirfelli í Vatnsdal 18. ágúst 1935.
Er það eitt af þeim, sem nú er prentað í bókinni Eitt veit eg.
Sú bók er allstór (397 bls.) og endar á hinum fagra sálmi, Lífs-
ins fjöll. Annars eru í bókinni mörg erindi og smágreinar um
sálarrannsóknirnar og baráttuna fyrir málstað þeirra, en höf.