Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 19

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 19
KIRKJURITIÐ 449 asti heimilisfaðir, en hann mat það þá einnig að verðleikum, hver styrkur og stoð honum varð sá lífsförunautur, sem hann lilaut, og mun ekki hvað sízt á það hafa reynt síðustu æviár hans, er liann varð að heyja harða og þrautafulla baráttu við banvænan sjúkdóm. En í þeirri baráttu kom það bezt í ljós, hver trúarlietja liann var. Þá varð hann stærstur er mest á reyndi. Séra Eiríkur Brynjólfsson var lieill og sannur kirkjumiar þjónn, sómi sinnar stéttar og virðulegur fulltrúi íslenzkrar kirkju og íslenzkrar þjóðar í Vesturheimi, og öllum, sem kynnt- ust lionum, varð hann minnisstæður vinur. Eitt af sígildustu riturn heimsbókmenntanna er komii) úl á íslenzku. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út Játningar Ágústínusar. Hefur Sigur- bjöm Einarsson biskup þýtt þær (þ. e. 9 fyrstu bækurnar) úr frummálinu (latínu) og tileinkaS guð'fræðideild Háskóla íslands. Ágústínus (f. 13. 11. 354) biskup í Hippo í N.-Afríku, er einna frægast- ur allra kirkjufeðra og hefur haft mótandi áhrif á vestræna guðfræði og menningu fram á þennan dag. Játningarnar, eru sjálfsævisaga og saga hugsunar og trúarreynslu höfundar —- brautryðjandi verk, sem enn er lesið um allar jarðir. Útgáfa þessarar prýðilegu þýðingar er merkisviðburður. Verður bókarinnar getið rækilegar síðar. Kirkjuritið — 29

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.