Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 12

Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 12
KIRKJURITIÐ 394 sem liafi gegnt hlutverki veitandans í þessu efni: sakramenti persónuleikans lionum til lianda. An lduttöku í því einhvern tíma ævinnar, ýmist fyrir eða eftir vígslu sína til prestsskapar, ætla ég ekki marga í prestsstöðu. Oft er urn nána kynning og langvarandi álirif að ræða, en þarf þó ekki að vera. Stundum augnabliksopinberun: undir predikun, við prestsvígslu eða önn- ur atvik, ýmist óvænt eða venjnleg. Slík ábrif, slík atvik sein leiða til lifandi trúar og löngunar að veita öðrum Iilutdeild J benni, gleymast ekki og geta veriö grundvöllur að guðrækm prestsins alla ævi. Ég nefni aðra uppsprettu trúar í lífi og starfi prestsins, hið kristilega samhengi sögunnar. Auðvitað kemur það til greina i kristnilífi almennt. En samkvæmt eðli sínn og sökum nánari þekkingar lians hlýtur það að móta dýpra og auðkenna skýrar trúarafstöðu Iians og trúarskoðanir og einkum viðliorf bans gagnvart trúardeilum samtíðarinnar. Þess vegna er prestur oft umburðarlyndari en leikmenn almennt í trúarefnum gagnvart mismunandi guðfræðiskoðunum, að liann liefur af kynningw sinni við sögu trúarlærdóma lært að skilja bin sígihlu sannindi, sem hggja bak við oröanna hljóðan og af þekkingu sinni a breytilegum blæ trúarlífsins frá einum tíma til annars, lært að skynja hjartslátt trúarinnar um liðnar aldir, óháðan hinum tímabundnu eða sértrúarlegu einkennum. Honurn ætti að hafa lærzt, að sjá hinar ólíku kristindómsgerðir frá einu og saina sjónarhorni, hinn evangeliska: ob sie Cbristum treiben, ]i- e> bvort þær efhi trúna á Krist. Og þaö getur boðandi trúar gei't með ólíkum hætti, bvort sem liann er prestur eða leikmaður, svo fremi að allt Guðs ráð oss til sáluhjálpar komi til álita. Og með því að allt Guðs ráð oss lil sáluhjálpar er að finna í Ileilagri ritning verður hún í raun og sannleika hin sígilda upp" sprettulind í lífi og trú og starfi prestsins, enda þótt hún sé hel nefnil í þriðju röð. Rélt afstaða prestsins til ritningarinnar ei ekki bundin við bókstaf lieldur anda þeirrar opinberunar, sein í Orðinu felst eins og liún er túlkuð í trúarjátningum kristmn- ar kirkju, opinberun Guðs: í náttúrunni sem skapari himins og jarðar, í sögunni sem frelsari vor í Drottni Jesú Kristi, og 1 mannssálunum, baráttu og sigri kristinna kynslóða sem heilagu1 Andi. Enginn þessara þriggja höfuðþátta Guðs opinberunar má án hinna tveggja vera í trúarboðskap sem á að vera sannui

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.