Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 26

Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 26
Jóhann Hannesson, prófessor: Um kirkjulega lýðháskóla I. Sérkenni lýðháskóla Hvað er lýðháskóli og í liver ju greinast lýðliáskólar frá öðruin skólum? Svarið er í stuttu máli á þessa leið: LýSháskóli er ekki prófskóli, og auk þess er liann óháður skólakerfi ríkisins. ■— Venjulega er lýðháskóli sjálfseignarstofnun. Honum er stjórn- að af áhugamönnum. Ekki er spurt um próf þegar menn eru teknir inn í lýðháskóla. Kann því svo að fara að í lýðháskóluni séu nemendur, sem enga skólagöngu hafa umfram skyldunám- ið eins og það var þegar þeir luku því — og samtíma þessum nemendum séu aðrir, sem lokið hafa liáskólaprófi. Að jafnaði er ekki stefnt að því að menn taki neitt próf að loknu námi 1 lýðháskóla, nema að þeir óski þess í einni og einni grein. Hins vegar er sá vitnisburður, sem menn liljóta frá lýðháskólum, er þeir hafa stundað nám við, í miklum metum víða um lönd. 1 öðru lagi er lýðJnxskóli ætlaður fullorðnu fólki og þroskuð- um œskulýð, þó ekki undir 18 ára að aldri. Lýðliáskóli er ekki ætlaður vandræðamönnum, heldur vönduðum mönnum og lmg- sjónamönnum. Nám er í lýðháskólum bæði frjálst og bundið, það er að segjm sumar námsgreinar verða aJlir að leggja stund á, sem skólann sækja, en um aðrar velja menn í samræmi við áhugamál sin- Sem (hvmi um livaða námsefni er kennt í lýðháskóla, skal her lilfærður kafli úr námsgreinaskrá eins liinna yngri lýðháskóla? sem mikið orð fer af um þessar mundir, Larkkulla í Finnlandi- Þar eru kenndar þessar greinar: 1. Móðurmál. 2. Mannkyns- saga. 3. Menningarsaga. 4. Hugsjónasaga. 5. Kristnisaga. 6. Kirkjusaga. 7. ÞjóðféJagsfræði. 8. Borgaraleg Jögfræði. 9. Bók- menntasaga. 10. Samtímafræði. 11. Heimilisfræði. 12. Bók-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.