Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 39

Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 39
Til íliugunar Séra Óskar J. Þorláksson: Sumar og vetur ÞO liefur verid' oss utlivarf frú kyni til kyns, áður en fjöllin fædd- ust og jörðin og heiniurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ertu, ó, Guð. Þú lætur nianninn hverfa aftur til duftsins og segir: Hverfið aftur þér niannanna hörn, þvi að þúsund ár eru í þínum augum, eins og dagurinn í gær, þegar hann er liðiim, já, eins og næturvaka. Þú eyðir þeim. Þeir sofna, þeir er að morgni voru sem gróandi gras, að morgni hlómgast það og grær, að kvöldi fölnar það og visnar. (Sálm. 90. 1—6). Heyr, einhver segir: kalla jiú og ég svura: livað skal ég kalla? Allt hold er gras og yndisleikur þess er sem hlóm vallarins. Grasið visn- ar og blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. (Jes. 40. 6—7). Sumarið iiefur kvatt oss og veturinn hefur gengið í garð. Vér eruni Guði þakkiát fyrir liðna sumardaga, þakklát fvrir handleiðslu lians og blessun. Vér kveðjum sumarið með söknuði, og horfum til vetrar- ins með hjartsýni og trúnaðartrausti, því að vér vitum, að vér erum stöðugt undir vernd Guðs og handleiðslu, og að veturinn mun cinnig gefa oss mörg tækifæri lil góðs, ef vér notum þau rétlilega. A sumrin, já, á sumrin, er skrýdd er jörii í skart, og skcerum sólin slafar geislarööum, í stöfum þeim sjáum vér lífsins letur hjart, og lesum á náttúrunnar blöðum. Á vctrin, já, á vetrin er hörS er úti hríð og hjúpar jör'ðu noeturmyrkrið svarta, þá inni vér kveikjum Guös oröa Ijósin blíS; Þeir englar GuSs lýsa og verma hjarta. Vér þökkum þér, Drottinn, fyrir handleiðslu þína á liðnu suniri, og að þú minnir oss á kærleika þinn i hverjum sólargeisla. Blessa oss veturinn og framtíðina og vak yfir þjóð vorri og öllum landsins hörnum. Þér sé lof og dýrð að eilífu. -- Amen

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.