Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 41

Kirkjuritið - 01.11.1963, Síða 41
KIRKJURITIÐ 423 og margar þjóðir þurfa að búa á sama hnettinum, og geta búið þar saman án þess að vera annað livort mannœtur eða inann- dráparar eða livort tveggja? Hefur maðurinn ekki með þessari guðstrú sinni og guðshug- mynd verið að koma sál sinni upp hæli, hliðstæðu þess er hann gerir líkama sínum liúsaskjól, og gert þetta til varnar því að sál lians sturlaðist í tilgangsleysi tilveru, sem væri án Guðs að öllu leyti? Getur manninum hlotnast nokkurt betra þroskameðal, en sá skilningur á mannlífinu, að manninum beri að líkjast algóð- um Guði, vera góður eins og hann, réttlátur eins og liann, verða vitur og máttugur sem liann — fullkomin eins og mannsins himneski faðir? Rökfræðilega skoðað og metið getur guðstrúin því aldrei orðið úrelt, skiptir engu máli, þótt menn geri sér ýmsar grill- ur um tilveru Guðs eða ekki lilveru. Guðshugmyndin og guðs- trúin er sálarafkvæmi mannsins, jafnvel þótt menn vilji ekki við'urkenna að faðernið sé hinn mikli eilífi andi, andi hinnar guðlegu opinberunar. Þetta sálarfóstur mannsins verður vafa- laust til mikið vegna þess, að maðurinn hefur fundið sína knýj- andi þörf á nægilega máttugum uppalara. Nei, guðstrúin getur ekki orðið úrelt. Hennar er þeim mun uieiri þörf sem þau öfl magnast, sem villa mönnum sýn. Hætta Uiannsins á öld tækninnar er þessi, að maðurinn hlindist af Ijóma efnisvísindanna og segi því í hjarta sínu: tæknin er mitt hjargráð, mig mun ekkert hresta, í stað þess að guðstrúin segir: ídlrottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“. Fer þá svo, að í stað liinnar umskapandi og mannbætandi guðstrúar og guðshyggju, kemur hin kaldrifjaða efnishyggja, sem elur á sín- girni og sjálfselsku. í stað þjónslundar og fórnfýsi góðvildar- innar kemur hagsmunatogstreita, flokkadráttur, stríð og hylt- xngar, og í stað réttlætisins alls konar rangsleitni og sviksemi í viðskiptum manna. Þetta liöfum við séð og fengið nóg af slíku. Felji menn sér trú um að guðstrúin sé orðin úrelt, þá kemur 1 stað guðsdýrkunar, manndýrkun, dýrknn girnda og nautna. h*á ná tökum á mönnum, að einhverju eða öllu leyti, þeir lifn- nðarhættir, sem postulinn lýsir í fyrsta kapítula Rómverjabréfs- ins, og takið nú eftir og Iiugleiðið: «0g eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.