Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 43

Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 43
Jósefína Helgadóttir: á héraSsfundi í HúnavaLnsprófaslsdæmi Herra prófastur, prestar og tillieyrendur! Ég ætla að útskýra tillögu niína, sem ég legg fyrir fundinn tim kirkjurnar okkar. Skyldi nokkur sýsla á landi okkar liafa verið eins framtaks- söm við kirkjubyggingar liin síðustu 20 ár eins og Vestur-Húna- vatnssýsla? Mér er ekki kunnugt um það. Lithi eftir að ég fluttist liingað, 1940, var vígð ný kirkja á Tjörn á Vatnsnesi. Síðan liafa 3 nýjar kirkjur verið byggðar: hér á Melstað, Hvammstanga og Efra-Núpi. Þetta eru 4 nýjar kirkjur á 20 árum. Svo hafa verið standsettar, mér vitanlega 2 kirkjur; á Stað í Hrútafirði og Víðidalstungukirkja. Þetta eru mikil átök fyrir ekki fleira fólk en í okkar sýslu býr, það lilýtur að vera okkur öllum til sóma og mikillar ánægju. En það er ekki nóg að byggja kirkjur, þó að það sé stórt átak, þær verða líka að korna að tilætluðum notum. Kirkjurnar eru reistar fyrir fólkið í sóknunum, en hvað oft fær fólk að njóta þess að koma í kirkj- una sína? Tökurn til dæmis okkar prestakall hér. Prestur okkar þjónar í 4 kirkjum og þó að hann messi á hverjum sunnudegi standa alltaf 3 kirkjur lokaðar hvern sunnudag. Þetta lýsir ekki lifandi áhuga kristinna manna, enda fjölgar því fólki ótrúlega ört, sem telur kostnað við kirkjubyggingar og kristindóm, óþarfan. Það eru flutt erindi í útvarp og skrifaðar blaðagreinar nm helgihald okkar. Fólki sýnist misjafnlega eins og alltaf hef- nr verið frá dögum Krists. En hvað sýnist okkur, fólkinu sem hér er? Er fólk ánægt með að halda svona áfram? Maður les ekki svo dagblað að ekki séu þar óhugnanleg dæmi um kæru- leysi og virðingarleysi fyrir því, sem rétt er; fólk í trúnaðar- stöðum dregur til sín það, sem það ekki á, vínnautn og alls

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.