Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 45

Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 45
Magnús Rjörnsson: Álfaborg Jóhanna Magnúsdóttir liúsfreyja á Brandaskarði og síðar á Fjalli á Skagaströnd (f. 6. febr. 1831, d. 25. febr. 1911), var kunn og heppin ljósnióðir. Var ])ó ólærð, eða sjálflærð, í því líknarstarfi. Hún tók á móti fjölda barna og tókst jafnan giftu- samlega. Hún var þrekkona, kjarkmikil, ótrauð í ferðalögum og skörungur í skapi og gerð. Oftast var það svo, að lítil voru launin, aldrei skipuð í starfi, en einbvern tíma sett í forföll- tun annarar, og ekki eftirgangsöm, því að oftast áttu fátækling- ar í hlut. Oft lenti bún í illviðrum og svaðilförum eins og all- títt var um starfssystur hennar. Það fylgdi starfinu, og eru af því margar sögur. Ein var sú ferð, er í liuga Jóbönnu fékk á sig annarlegan blæ og ævintýralegan og var þó ekki sérlega erfið. Það var að vetrarlagi að Jóbönnu var vitjað til konu í barns- nauð á Kaldrana. Liðið var á daginn og rökkur fór að, bæg- viðri en skýjað loft og móska til norðurs benti til þess, að fjúk- mugga væri í aðsígi. Jóhanna var jafnan. fljót að búa sig að heiman og stóð ferðbúin eftir stutta stund. Fylgdarmaðurinn, Símon Klemenzson frá Höfnum, ungur maður, leiddi fram best og lijálpaði henni í söðulinn. Hann fór á fæti, gekk fvrir og valdi veginn. Snjór var lítill á jörð og færi golt. Sóttist þeim vel leiðin og fóru sem beinast, fyrir Ásenda sem kallað °r og jaðra Skagalieiðar. Nú gekk yfir lognél það, er í vænd- Um var og all dimmt, en stóð ekki lcngi. Og sem beldur dreg- ur úr élinu. ])ykir Jóbönnu undarlega við bregða. Það var eins °g að bún væri hrifin brott af æðri máttarvölduin frá vcru- leika og líðandi stund, bríðarmuggu og náttmyrkri. Kringum bana var glóandi bjart og allt umbverfis þóttisl bún sjá reisu- ^og bús, uppljómuð af annarlegu skini, en á undan benni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.