Kirkjuritið - 01.06.1964, Side 7
KIUKJURITIÐ
245
vandræðin, er þetla: að Guð skuli vera Iiljóður, skuli ekki
skipta sér af öllum vandkvæðum mannanna, skuli hylja sjálf-
an sig, að því er þú frekast fær séð. Sumra trú veiklast við slika
reynslu; það er sem þeim finnist Guð liverfa burt úr lífi sínu
og mannanna yfir liöfuð. Það færist einhver sljóleiki yfir það
svið tilfinningalífsins, þar sem trúin hafðist við áður. En aöiir
kætta ekki að þrá Guð, þótt þeim finnist hann dylja sig. Nei,
þá er sem þörf sálarinnar verði mest.
Þér, gem einhvern tíma liafið lesið hið nafnfræga skáldrit
Hinriks Ibsens: Brandur, munið eftir, live átakanlegt sálarstríð
preslsins er að lokum, er liann með þreki hins viljasterka manns
hefur fórnað öllu og misst allt, og er yfirgefinn af öllum. Og
hugarkvölin er mest vegna þess, að Guð svarar honum ekki,
hann liylur sig; honum linnst að lokum ásjóna lians, sem opin-
heraði Guð, aldrei liafa litið til sín í náð:
„Ó, sú heila andans þrá
eftir ró og hjartafrið! -—
Hvar er kyrrð og kirkjugrið?
Hvenær fæ ég sól að sjá ?
Ó, minn Jesú, ásjón þín
aldrei leit í náð til mín,
eins og hljómur fór og fer
fram hjá mér þitt líknarvald;
opna nú þitt náðartjald,
nóg er ef þú réttir mér
skikkju þinnar skrúðafald!“
Það er gamla lirópið, neðst úr hjartafylgsnum hins trú-
hneigða manns, er „brimöldur dauðans umkringja hann, elfur
glötunarinnar skelfa liann“ þá stígur þetta hróp upp: „Hversu
^ongi, Drottinn — ællar þú eilíflega að dyljast?
Hverja grein eigum vér að gera trúarskilningi vorum f>rn
þessu vandamáli? Getum vér fundið nokkurt svar við þessari
etfiðu spurningu? Svar, sem friði þann hug, er vill halda dauða-
haldi í Guðstrú sína? Þótt trú vor sjái aðeins daufa skímu, kann