Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 18

Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 18
256 KIRKJUIUTIÐ Hann svarar: „Bróðir þinn mnn upprísa“. Hvernig á Marta að skilja þessi orð? Hún veit það ekki. En liún vitnar til barnatrúar sinnar: „Ég veit, að liann mun upp rísa í upprisunni á efsta degi“. Jesús Iiorfir á hana og boðar lienni fagnaðarerindið í allri sinni dýrð: „Ég er upprisan og lífið. Sá, sem á mig trúir, hann mun lifa, þótt bann deyi. Og liver, sem lifir og trúir á mig, liann skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Marla svarar af djörfung og eldmóði — ber fram sömu játn- ingu sem Símon Pétur áður og böfuðjátningu kristinna manna síðar á öllum öldum. Hún þrítekur hana, skiptir aðeins um nöfn, b'kt og þrennir geislar renni saman í einn: Ég á þá trú, að þú ert Kristur, sonur Guðs, sá er kemur í heiminn. Litlu síðar, við legstað Lazarusar, segir Jesús við liana: „Sagði ég þér ekki, að ef þú tryðir, myndir þú sjá dýrð Guðs?“ Þannig blessar hann trú Iiennar og veitir lienni sigurlaunin. Hún sér dýrð Guðs. Bæn hennar er lieyrð: Upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagralivel! Guð gefi oss öllum slíka páska — trú og trúarsigur. Betra er að vera auðugur af guðstrausti, þólt maður sé fátækur, heldur en eiga fulla hlöðu. Betra er að njóta hrauðs síns með glöðu hjarta, en vera áhyggjufulhir út af auði sínum. Legstu ekki kvíðafullur lil hvíldar vegna morgundagsins.....Maðurinn veit ekkert með fullri vissu um morgundaginn. Guð er fullkominn en niað- urinn ófullkominn. Það er sitthvað sem maðurinn segir, og hitl livað Guð gjörir. — Anis — Fornegiptzkt. Fyrir tveim misserum voru hrísgrjónin óteljandi. í ár dirfist enginn einu sinni að telja munnana í (mrpinu. — Indverskt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.