Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 20
14
KIRKJUHITIÐ
III. gr.
Fastir starfsmenn kirkjunnar, seni ráðnir eru til fullrar vinnu
skv. II. p\ 2, skulu njóta réttinda opinberra starfsmenna.
Kandidötum skal reikna það skylduár, sem fjert er ráð fyrir í
II. <tr. 1 sem þjónustuár.
IV. gr.
Tekjur kristnisjóðs eru:
1. Árlegt framlag úr ríkissjóði, er samsvari opinberum kostn-
aði af prestaköllum, sem lögð kunna að verða niður við
endurskoðun á prestakallaskipun landsins. Skal miða við
full prestslaun, eins og þau eru á liverjum tírna, svo og
við áætlaðan, opinberan kostnað af prestssetri.
2. Allar vaxtatekjur kirkjujarSasjóSs, enda verði bann sam-
einaður kristnisjóði, svo og andvirði kirkjujarða, sem
seldar verða bér eftir.
3. Onnur framlög, sem ákveðin kunna að verða með lögum.
4. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja.
V. gr.
Kirkjuþing geri tillögu um, liver þeirra prestakalla, sem nú
eru lögfest, skuli sameinuð öðrum, enda verði það í lögum
bundið, að jafnan, þegar rétt þykir sakir breyttra aðstæðna að
leggja niður prestakall eða lögmæll kirkjulegt embætti, skuli
uppbæð sú, er við það sparast árlega lögð til kristnisjóðs skv.
IV. gr. 1.
Nú er prestakall lagt niður sakir mannfækkunar og íbúuin
fjölgar aftur og skal það lögfest að nýju, er tala íbúa og aðrar
aðstæður gera það eðlilegt.
Erfiðleikauppbót skal greiða af fé því, sem veitt er vegna
embættiskostnaðar sóknarpresta eða samkvæmt reikningi, sem
kirkjumálaráðuneytið úrskurðar, til þjónustu þeirra presta-
kalla, sem að mati kirkjustjórnar verða sérstaklega erfið sakir
sameiningar.
VI. gr.
Kirkjuráð liinnar íslenzku þjóðkirkju befur á liendi untsjá
og stjórn kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn
lians. Skal kirkjuráð semja starfsáætlun fyrir sjóðinn og leggja