Kirkjuritið - 01.01.1965, Qupperneq 22
16
KIRKJURITIÐ
1 nefndina voru kjörnir:
Dr. Benjamín Eiríksson, bankastjóri, (14 atkv.)
Sigurgeir Jónsson, liagfræðingur, (12 atkv.)
Sr. Jakob Jónsson, sóknarprestur, (8 atkv.)
Til vara:
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, (11 atkv.)
Páll S. Pálsson, liæstaréttarlögmaður, (14 atkv.)
Sr. Bjarni Sigurðssón, sóknarprestur, (10 atkv.)
3. mál
Frumvarp um breyting á lögum nr. 26
16. nóv. 1907 um skipun sóknarnefnda
og héraðsnefnda.
Flutt af biskupi.
2. gr. 3. málsl. orðist svo:
Sóknarprestur og safnaðarfulltrúi skulu starfa með sóknar-
nefnd, sitja fundi liennar og liafa þar atkvæði. Fundur er lög-
mætur, ef % sóknarnefndarmanna sitja liann, enila liafi hann
verið boðaður með nægilegum fyrirvara og þau mál, er um
skyldi fjalla, og atkvæða um leita, kunngjörð fundarmönn-
um fyrirfram. Sóknarnefnd kýs sér oddvita úr sínum bópi og
skiptir að öðru leyti með sér verkum. Oddviti boðar fundi og
stýrir þeim. Verði atkvæði jöfn á sóknarnefndarfundi, sker
atkvæði sóknarprests úr.
4. gr. Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknum, sem færri liafa
sóknarmenn en 500, ella 5, unz tala sóknarmanna er 1000 eða
fleiri, þá skal kjósa einn mann í viðbót í sóknarnefnd fyrir
bvert fullt þúsund sóknarmanna. Þó skulu aldrei fleiri í sókn-
arnefnd en 11 alls. Kjósa skal jafnmarga varamenn. Nú eru
tveir sóknarprestar í sömu sókn og skulu báðir sitja sóknar-
nefndarfundi með atkvæðisrétti, en sá þeirra, sem lengri liefur
þjónustualdur í þjóðkirkjunni, sker úr með atkvæði sínu, ef
jöfn eru atkvæði á fundi.
6. gr. Kosningin gildir fyrir 6 ár. Á fyrsta aðalsafnaðar-
fundi eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknarnefndir