Kirkjuritið - 01.01.1965, Side 28
22
KIRKJURITIÐ
12. mál
Frumvarp
til laga um biskupa íslenzku þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Þrír skulu vera biskupar íslenzku þjóðkirkjunnar. Reykja-
víkurbiskup, Skálboltsbiskup og Hólabiskup. Hefur Reykjavík-
urbiskup aðsetur í Reykjavík, Skálboltsbiskup í Skálliolti í
Biskupstunguni, Hólabiskup á Hólum í Hjaltadal.
2. gr.
Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir Reykjavíkurprófastsdæmi
og Kjalarnessprófastsdæmi. Hólabiskupsdænii yfir Hóla-
biskupsdænii bið forna og auk þess yfir Múlaprófastsdæmin
bæði. Skálboltsbiskupsdæmi yfir aðra landsbluta.
3. gr.
Forseti Islands veitir biskupsdæmi að undangenginni kosn-
ingu. Er Reykjavíkurbiskup kosinn af Skálbolts- og Hólabisk-
upum, þjónandi próföstum og prestum biskupsdæmisins, og
kennurum við Guðfræðideild Háskólans, en Skálboltsbiskup
og Hólabiskup eru valdir af þjónandi próföstum og prestum
bvors umdæmis. Sá er rétt kjörinn, sem lilýtur flest atkvæði:
Kjörgengir eru allir, sem rétt bafa til prestsembættis í þjóð-
kirkjunni, án tillits til búsetu. Nánar skal fyrirmælt um kosn-
inguna í reglugerð.
4. gr.
Reykjavíkurbiskup er fulltrúi þjóðkirkjunnar út á við. Hann
er forseti Kirkjuþings og kirkjuráðs, en liinir biskuparnir eru
sjálfkjörnir til livors tveggja.
5. gr.
Reykjavíkurbiskup vígir biskupa. Geti liann ekki komið Jiví
við, vígir sá liinna biskupanna, sem hærri er að embættisaldri.
Nú liafa báðir sama embættisaldur og skal þá ósk vígsluþega
koma til. Má og taka tillit til liennar í öðrum tilfellum, ef sá
samþykkir, sem vígslan ber undir.