Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 30
24
KIRKJURITIÐ
Frumvarp þetta var undirritað af 10 þingmönnum, fram-
sögum. var sr. Gunnar Arnason. Var því vísað til löggjafar-
nefndar, er lagði til, að málið væri afgreitt með svohljóðandi
álvktun:
Kirkjuþing ályklar að fjölga eigi bisknpuin liinnar íslenzku þjóðkirkju
í þrjá liið allra fyrsta og kýs milliþinganefnd þriggja leikmanna til þess
að gera tillögur um framtíðarskipan biskupsdæma þjóðkirkjunnar.
Jafnframt beinir Kirkjuþing þeim tilniælum til næstu prestastefnu ís-
lands, að bún kjósi þrjá presta í nefndina, sem síðan vinni að málimi
með biskupi og kirkjuráði.
Tillögur þessara aðila leggist fyrir næsta Kirkjuþing í frumvarpsformi.
Ályktunin var samþykkt.
1 nefndina voru kjörnir:
Guðmundur Benediktsson, stjórnarráðsfulltrúi (10 atkv.)
Bjartmar Guðmundsson, alþni., (12 atkv.)
Ágúst Þorvaldsson, alþm., (12 atkv.)
Til vara:
Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari, (9 atkv.)
Skúli Guðmundsson, fvrrv. ráðh., (12 atkv.)
Sigurður Óli Ólafsson, forseti e. d. Alþiugis, 12 atkv.)
13. mál
Frumvarp mn veitingu prestakalla.
1. gr.
Þegar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til emh-
ættisins (sbr. 6. gr.), attglýsir biskuj) kallið með hæfilegum
umsóknarf resti.
2. gr.
Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutaðeig-
andi prófastsdæmis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknar-
nefndum prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt liafa, ásamt skýrslu
um aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf. Jafnframt
sendir liann prófasti nægilega marga atkvæðaseðla með nöfn-
um umsækjenda, og felur honum að boða kjörmenn presta-
kallsins á sameiginlegan fund innan tiltekins tíma. Kjörmenn