Kirkjuritið - 01.01.1965, Síða 32
26
KIRKJURITIÐ
6. gr.
Heimilt er kjörmönnum ul\ kalla prest. Ef % kjörmanna
prestakallsins er einliuga uin að kalla tiltekinn prest eða guð-
fræðikandidat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það
í tæka tíð, en hann tilkynnir biskupi, sem felur þá prófasti
að boða kjörmenn þrestakallsins á sameiginlegan fund innan
viku og er þá embættið eigi auglýst. Samþykki % kjörmanna
að kalla tiltekinn mann til embættisins, sem lögum samkvæmt
á rétt til prestsembættis í íslenzku þjóðkirkjunni, skal biskup
birta köllunina þeim presti eða kandidat, sem í lilut á. Taki
liann köllun, skal veita Iionum embættið, ella er embættið
auglýst til umsóknar.
7. gr.
Prestsembættin að Skálliolti, Hóluin og Þingvöllum veitir
forseti samkvæmt tillögu biskujis og kirkjuráðs.
8. gr.
Setja má reglugerð, er kveði nánar á um framkvæmd þess-
ara laga.
Frumvarp þetta var samþykkt á Kirkjuþingi 1962 (sbr.
Gerðir kirkjuþings 1962). Hafði kirkjumálaráðberra falið
menntamálanefnd neðri deildar Alþingis frumvarpið til flutn-
ings en jafnframt óskað eftir því, að það væri borið undir hið
nýkjörna Kirkjuþing.
Frumvarpinu var vísað til löggjafarnefndar. Álit hennar var
á þessa leið:
Nefndin liefur fjallað um málið en nefndarmenn ekki orðið
á eitt sáttir. Leggur meiri hlutinn (Friðjón Þórðarson, Þórar-
inn Þórarinsson og Þorbergur Kristjánsson) til, að frumvarpið
verði samþykkt, en minni lilutinn (Gunnar Árnason og Þor-
steinn B. Gíslason) er andvígur frumvarpinu, nema livað snert-
ir ákvæði þess um köllun.
Hver hluti nefndarmanna fyrir sig nnin gera grein fvrir af-
stöðu sinni, en allir áskilja sér rétt til að fvlgja breytingartil-
lögum, sem fram kunna að koma. Framsögumaður meiri blut-
ans var kjörinn Þórarinn Þórarinsson, en Gunnar Árnason
framsögumaður minni hlutans.