Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 36
Þorsteinn L. Jónsson:
Séra
Halldór
Kolbeins
Séra Halldór Kolbeins fyrruin sóknarprestur og síðast prest-
ur á Ofanleiti í Vestmannaeyjum, lézt að rnorgni adventu-
sunnudags þann 29. nóv. s. 1.
Hann var fæddur 16. febrúar 1893 á Staðarbakka í Miðfirði.
Faðir hans var séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson prestur þar
og síðar á Melstað, er prestaköllin voru sameinuð, en móðir
Halldórs, frú Þórey Bjarnadóttir bónda á Reykliólum.
Séra Halldór lauk stúdentsprófi vorið 1915, sigldi um liaust-
ið til Kaupmannaliafnar, þar sem liann hóf nám í guðfræði
við háskólann. Var hann þar einungis eitt ár og lauk þar
prófi í heimspeki, en bélt síðan beim aflur. Hann innritaðist
þá í Guðfræðideild Háskóla Islands og útskrifaðist þaðan sem
guðfræðingur vorið 1920.
Meðan séra Halldór var í æsku, taldi liann sig hafa fengið
skýlausa köllun til prestskapar og stefndi liann líka niark-
víst að því að verða það strax eftir stúdentspróf. Hinn 23.
júní, eða hinn þriðja dag sólmánaðar tók bann prestsvígslu,
er hann var vígður sóknarprestur til Flateyjar á Breiðafirði