Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 44
38
KIRKJURITIÐ
bandi við stöku prestskosningar. Þess eru samt næstum engin
dæmi að öldurnar liafi ekki lægt svo að segja strax og hríðinni
slotaði og kosning liafði farið fram. Atliyglisvert er, að prests-
kosningar í Reykjavík hafa farið vel fram að allra dómi. Er þar
þó um fjöhnennastar prestskosningar í landinu að ræða.
Prestar óska þess að vonum almennt að eiga kost á að geta
flutzt á milli brauða. Slíkt væri sannarlega eðlilegt. Þess vegna
liafa margir þeirra óskað eftir afnámi prestskosningalaganna.
En ég lield að það sé misskilningur að frumvarpið tryggi þeim
þessi réttindi nokkuð betur en nú er, eins og ég bef þegar bent
á. Það er framkvœmd núgildandi laga, sem þarf að breyta í stafí
þess að rjúka í að afnema þau.
Hér skal ekki farið ineira lit í þessa sáhna. En þeim, sem eru
á öðru máli stendur opið að gera bér í ritinu grein fvrir sínum
skoðunum í bæfilega löngu máli.
Slík mál á og þarf að þrautræða áður en endanleg ákvörðun
er tekin.
Kirkjan í dag
— Lífsins kvöð og kjarni er að líða
og kenna til í stormum sinna tíða. —
Þetta verður hvergi betur lieimfært en til ltirkjunnar. Hlut-
verk liennar er Iivorki meira né minna en að ná til allra og alls.
Hún á að vera súrdeigið, sem sýrir allt deigið.
Þetta liefur vakað misljóst fyrir forystumönnum hennar á
liðnum öldum. N. T. sannar að frumherjunum hlandaðist ekki
liugur um Jiað. Páll lýsir því skýrast. Hann langaði mest til að
kristna allan lieiminn í einu stökki og gerði í því tilliti engan
greinarmun á liáum eða lágum, konum né körlum. Seinna vildi
við brenna víða að kirkjan sæktist eftir ytra valdi, yrði fremur
liöfðingjakirkja en allrar alþýðu. Af því saup hún seyðið m. a.
í frönsku stjórnarbyltingunni og síðr.r í Rússlandi. Og bún geld-
ur þess víðast um heiminn enn í dag.
Þess vegna er á vorum dögum almenn viðleitni forráðamanna
flestra, ef ekki allra kirkjudeilda að vekja kirkjulegan áhuga
alls almennings meira en verið liefur. Og menn skilja að Jiað
verður aðeins gert með því að „Múliamed komi til fjallsins“:
kirkjan nái eyrum og luiga ahnennings.