Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 48
Benjamín Krisl jánsson:
Sæmd Möðruvellinga
— Brot úr œttarsögu —
Vatnaskilin
Hvergi sjáum vér betur vatnaskilin milli kristindóms og nor-
rænnar lieiðni en í kenningunni um fyrirgefninguna.
Hefndin var grundvallarhugsun liins forna átrúnaðar. Hún
var ekki aðeins talin réttarnauðsyn, þegar lög voru enn svo
frumstæð, að óttinn einn við ægilega hefnd gat haldið ofsa-
mönnum í stilli. Það var einnig litið á liefndina sem drengskap-
arskyldu. Sá Jjótti rninni maður, er ekki liefndi mótgerða
greypilega, enda þótti hver maður vaxa af því verki, einkum ef
hefndin yfirsteig allan tilverknað.
Þó hregður fvrir í fornum sögum einstökum göfugmennum
eins og Askatli goða og Ingimundi í Vatnsdal, sem tilraun gera
til að lilífa banamönnum sínum og reyna í livívetna að firra
vígum og vandræðum, en vera má að mynd þeirra sé fegruð af
kristnum sagnriturum. Hefndin var víðast livar hin óskrifuðu
lög, sem sjálfsagt þótti að fylgja fram. Að fyrirgefa óvini sínurn
var talin lítilmennska. Ekki datt mönnum í hug að annað gæti
legið til grundvallar slíkri breytni en hugleysi. Svo ókunn og
óskiljanleg var feðruni voruni hugsun fyrirgefningarinnar.
Hefna skal . . .
Saga hinna fornu Möðruvellinga í Eyjafirði geymir niörg at-
hyglisverð dæmi hæði urn hefnd og fyrirgefning. „Hefna skal,
livort sem verður fyrr eða síðar“, sagði Guðmundur liinn ríki,
er hann frétti um sig illmælið í veizlunni að Bægisá.
Guðmundur stóð á vegamótum hins forna og nýja siðar. Hann
var alinn upp í heiðnum sið og tók kj-istni með öðrum höfðingj-