Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 54
KlRKJUIiITIÐ
•18
alliug og náungann eins og sjúlfan þig. í samliljóðan við þelta
er þannig að orði kveðið í trúarjátningu vorri:
Ég trúi á fyrirgefningu syndanna!
Kristnir menn trúa því, að Guð fyrirgefi þeim syndir, svo
fremi að þeir geti sjálfir fyrirgefið öðrum. Hvoru tveggja bygg-
ist á kærleikanum, og ekki getur kærleikur Guðs verið minni en
kærleikur vor. Ekki getur skilningur Guðs verið minni en skiln-
ingur vor. Þannig hefur franskur vitringur komizt að orði:
Að skilja allt er að fyrirgefa allt.
Megi sá Guð, sem er faðir miskunnsemdanna, gefa oss þann
skilning, svo að veröldin megi verða aðnjótandi þeirrar frels-
andi náðar, sem frá lionum er komin.
★
GILDI ATHAFNANNA
Ein óeigingjörn athöfn er ineira virði en ótal vinsainleg orð. Ein góð-
vildargjörð' er dýrinætari en fjöldi lilýrra hugsana. Ein Jijónusla gildir
ineira en hástafa fyrirheit. Það vill oft vefjast illa fyrir oss að snúa orð-
um upp í athöfn. Hve óáreiðanleg reynast ekki orðin og hugsanirnar van-
ínátlugar. Það er annað en gaman að hafa talað af liita og hugsað ofur
hlýlega, en standa úrræðalaus þegar að því keniur að hefjast verður handa
um að greiða úr vandanum.
Hvort heldur sem um er að ræða þann, sem þiggur eitthvað gott, eða hinn,
scm veitir eittlivað gott er alhöfnin mcira virði en orð og hugsanir.
Nutlum Söderblom.